Íslenski boltinn

Birnir til Íslandsmeistaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birnir Snær Ingason ásamt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings.
Birnir Snær Ingason ásamt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings. víkingur

Íslandsmeistarar Víkings hafa keypt kantmanninn Birni Snæ Ingason frá HK.

Birnir gekk í raðir HK frá Val á miðju tímabili 2019. Hann lék 47 deildarleiki fyrir HK og skoraði í þeim tólf mörk. Sex þeirra komu á síðasta tímabili.

Auk Birnis hafa Víkingar fengið Arnór Borg Guðjohnsen frá Fylki og Kyle McLagan frá Fram.

Víkingur varð Íslandsmeistari í síðasta mánuði og getur bætt bikarmeistaratitli í safnið á morgun. Þá mætast Víkingur og ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Birnir, sem er 24 ára, er uppalinn hjá Fjölni og lék með liðinu til 2018 þegar hann fór til Vals. Hann hefur leikið 121 leik í efstu deild og skorað í þeim 25 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×