Fótbolti

Enn ekki búið að taka á­kvörðun í máli Gylfa

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gylfi hefur verið í farbanni og laus gegn tryggingu síðan hann var handtekinn í júlí.
Gylfi hefur verið í farbanni og laus gegn tryggingu síðan hann var handtekinn í júlí. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir

Lögreglan í Manchester hefur enn ekki tekið ákvörðun hvort Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, verði ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni, hvort hann verði áfram laus gegn tryggingu eða hvort mál hans verði látið niður falla.

Þetta segir í svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar í Manchester á Englandi við fyrirspurn fréttastofu. 

Gylfi Þór var handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni 16. júlí síðastliðinn. Síðan þá hefur hann verið laus gegn tryggingu en í farbanni en það fyrirkomulag rennur út á morgun, 16. október. Lögreglan verður því að taka ákvörðun fyrir morgundaginn um hvert framhaldið í málinu verði. 

Samkvæmt svari lögreglunnar við fyrirspurn fréttastofu er ólíklegt að framhaldið verði tilkynnt fyrr en á mánudag, þar sem fyrirkomulagið rennur út um helgi. 


Tengdar fréttir

Gylfi ekki í hópi Everton fyrir veturinn

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópi Everton fyrir tímabilið í Úrvalsdeildinni í vetur. Liðin sem keppa í deildinni skiluðu í gær listum yfir þá leikmenn sem mega keppa í vetur og Gylfi er ekki einn af þeim 24 sem Rafa Benitez, þjálfari Everton valdi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×