Innlent

Gylfi ekki í hópi Everton fyrir veturinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson mun ekkert spila fyrir Everton fyrr en í fyrsta lagi í janúar.
Gylfi Þór Sigurðsson mun ekkert spila fyrir Everton fyrr en í fyrsta lagi í janúar. Vísir/Vilhelm

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópi Everton fyrir tímabilið í Úrvalsdeildinni í vetur. Liðin sem keppa í deildinni skiluðu í gær listum yfir þá leikmenn sem mega keppa í vetur og Gylfi er ekki einn af þeim 24 sem Rafa Benitez, þjálfari Everton valdi.

Gylfi Þór var handtekinn föstudaginn 16. júlí síðastliðinn vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Hann hefur ekki spilað fyrir Everton síðan en forsvarsmenn liðsins hafa gefið út að það muni hann ekki gera á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir.

Everton mun ekki geta breytt leikamannalista sínum fyrr en í janúar, þegar félagaskiptaglugginn, svokallaði opnar. Gylfi getur því ekki spilað með Everton fyrr en í fyrsta lagi í janúar.

Gylfi er laus gegn tryggingu og verður það til 16. október. Hann er í farbanni á Englandi.

Sjá einnig: Gylfi Þór verður áfram laus gegn tryggingu

Hann hefur ekki verið nafngreindur erlendis vegna breskra laga sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að dómsmál spillist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×