Innlent

Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sigurður Sigurðsson hjá Heimili og skóla bendir foreldrum á að það er hægt að virkja aldursstillingar á efnisveitum á borð við Netflix.
Sigurður Sigurðsson hjá Heimili og skóla bendir foreldrum á að það er hægt að virkja aldursstillingar á efnisveitum á borð við Netflix. Vísir

Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni.

Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni.

Þættirnir eru bannaðir innan sextán ára en virðast njóta mikilla vinsælda hjá yngri aldurshópum. Sigurður Sigurðsson sérfræðingur í miðlanotkun barna hjá Heimili og skóla segir að vissulega megi gagnýna streymisveitur á borð við Netflix fyrir það hversu aðgengilegt efnið sé.

„Við viljum bara hvetja foreldra til að skoða aldursstillingar sem eru á veitunum. Þær eru ekki mjög greinilegar en það er hægt að stilla ákveðna reikninga fyrir ákveðinn aldur,“ segir Sigurður.

Hann hvetur foreldra líka eindregið til að ræða þessi mál við börn sín.

„Við mælum alltaf með að við tökum umræðuna með börnunum, bæði sen foreldrar en einnig inni í skólasamfélaginu, um það sem þau hafa séð. Það er bara nauðsynlegt fyrir börn að þau fái að tala um það sem þau hafa séð. Mörg hafa séð eitthvað hryllilegt eins og í þessum þáttum og það er bara nauðsynlegt að tala við þau og að þau fái að tjá sig um málið, hvað þau sáu,“ Segir Sigurður Sigurðsson hjá Heimili og skóla.


Tengdar fréttir

Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara

Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×