Ljón í vegi rafvæðingar bílaflota Evrópu og Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 10:44 Hraðhleðslustöð fyrir rafbíla í Manchester á Englandi. Ráðast þarf í mikla innviðauppbyggingu fyrir rafbíla á næstu árum enda stendur víða til að banna nýja bensín- og dísilbíla. Vísir/Getty Aðeins rúmlega 1.500 hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla í New York þrátt fyrir að allir nýir fólksbílar þar eigi að vera vistvænir fyrir árið 2035. Innviðauppbygging hefur ekki haldið í við vaxandi sölu rafbíla í Evrópu og Bandaríkjunum og krefst hún gífurlegrar fjárfestingar á næstu árum. Fjöldi ríkja hefur sett sér markmið um að banna nýjar bifreiðar sem eru knúnar jarðefnaeldsneyti á næstu árum og áratugum enda þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Sala á rafbílum hefur stóraukist í Evrópu og Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að frekari rafvæðing vegasamgangna geti strandað á hversu hægt ríkjum gengur að byggja upp innviði fyrir rafbílana. Milljónir bíleigenda eru ekki með eigin bílastæði þar sem þeir geta komist í hleðslu. Á fáum stöðum er búið að koma upp nægilega mörgum hleðslustöðvum til að anna fyrirsjáanlegri eftirspurn. Sveitarfélög búa víða við þröngan kost og hafa ekki efni á að ráðast í slíka innviðauppbyggingu. Flókið og kostnaðarsamt er fyrir einkafyrirtæki að koma upp hleðslustöðvum í götum og því hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að styrkja uppbygginguna. Í Bretlandi greiða stjórnvöld niður um 75% af kostnaði við uppsetningu á hleðslustöðvum. Áætlað hefur verið að þar þurfi að setja upp um hálfa milljón hleðslustöðva í götum fyrir árið 2030 en þá á helmingur allra bíla á götunum að vera rafbílar. Fyrirtækið Ubitricity, dótturfélag olíurisans Shell, setur upp hleðslustöðvar í ljósastaurum í Bretlandi. Það áætlar að um 60% bíleigenda í Evrópu þurfi að komast í götuhleðslu. Lex Hartman, forstjóri fyrirtækisins, segir að koma þurfi upp hleðslustöðvum alls staðar. „Ef innivðirnir eru ekki til staðar hikar fólk við að kaupa rafbíla nema það neyðist til þess,“ segir hann. Hann bendir á að um níutíu milljónir ljósastaura séu í Evrópu. Hægt verði að nota milljónir þeirra til þess að hlaða rafbíla. Kostnaðurinn hleypur á tugum þúsunda milljarða Í New York-borg í Bandaríkjunum er ekki mikið svigrúm fyrir fjölgun rafbíla. Þar eru aðeins 1.580 hleðslustöðvar en um milljón bílar sem er lagt í almenn stæði í götum. Þrátt fyrir það stefnir New York-ríki á að allir nýir fólks- og sendiferðabílar verði vistvænir fyrir árið 2035. Borgaryfirvöld áætla að það gæti kostað um fimm hundruð milljarða dollara, jafnvirði meira en 65.000 milljarða íslenskra króna að rafvæða samgöngur. Vandamálið er ekki bundið við New York. Í London í Bretlandi er áætlað að um 76% þeirra fimm til tíu milljóna bíla sem eru í borginni sé lagt í götum. Opinberar tölur frá Bandaríkjunum benda til þess að 40% landsmanna búi ekki í einbýlishúsum með aðgang að bílskúr þar sem er hægt að hlaða rafbíl. Jafnvel í Noregi þar sem rafvæðing bílaflotans er lengst komin í heiminum er það áskorun að byggja upp innviðina. Borgaryfirvöld í Osló niðurgreiða hraðhleðslustöðvar og stærri hleðslustöðvar. Sú þróun er enn ekki nógu langt komin til að hægt sé að þjónusta þau 30% bíleigenda sem eiga ekki eigin bílastæði. „Það er gríðarlega mikilvægt að allir, óháð efnahagslegum bakgrunni, geti tekið þátt í þessari grænu umbreytingu. Þeir verða að vera það vegna þess að innan fárra ára þurfa þeir að selja dísilbílana sína,“ segir Sture Portvik sem stýrir uppbyggingu hleðslustöðva í Osló. Orkumál Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Fjöldi ríkja hefur sett sér markmið um að banna nýjar bifreiðar sem eru knúnar jarðefnaeldsneyti á næstu árum og áratugum enda þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Sala á rafbílum hefur stóraukist í Evrópu og Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að frekari rafvæðing vegasamgangna geti strandað á hversu hægt ríkjum gengur að byggja upp innviði fyrir rafbílana. Milljónir bíleigenda eru ekki með eigin bílastæði þar sem þeir geta komist í hleðslu. Á fáum stöðum er búið að koma upp nægilega mörgum hleðslustöðvum til að anna fyrirsjáanlegri eftirspurn. Sveitarfélög búa víða við þröngan kost og hafa ekki efni á að ráðast í slíka innviðauppbyggingu. Flókið og kostnaðarsamt er fyrir einkafyrirtæki að koma upp hleðslustöðvum í götum og því hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að styrkja uppbygginguna. Í Bretlandi greiða stjórnvöld niður um 75% af kostnaði við uppsetningu á hleðslustöðvum. Áætlað hefur verið að þar þurfi að setja upp um hálfa milljón hleðslustöðva í götum fyrir árið 2030 en þá á helmingur allra bíla á götunum að vera rafbílar. Fyrirtækið Ubitricity, dótturfélag olíurisans Shell, setur upp hleðslustöðvar í ljósastaurum í Bretlandi. Það áætlar að um 60% bíleigenda í Evrópu þurfi að komast í götuhleðslu. Lex Hartman, forstjóri fyrirtækisins, segir að koma þurfi upp hleðslustöðvum alls staðar. „Ef innivðirnir eru ekki til staðar hikar fólk við að kaupa rafbíla nema það neyðist til þess,“ segir hann. Hann bendir á að um níutíu milljónir ljósastaura séu í Evrópu. Hægt verði að nota milljónir þeirra til þess að hlaða rafbíla. Kostnaðurinn hleypur á tugum þúsunda milljarða Í New York-borg í Bandaríkjunum er ekki mikið svigrúm fyrir fjölgun rafbíla. Þar eru aðeins 1.580 hleðslustöðvar en um milljón bílar sem er lagt í almenn stæði í götum. Þrátt fyrir það stefnir New York-ríki á að allir nýir fólks- og sendiferðabílar verði vistvænir fyrir árið 2035. Borgaryfirvöld áætla að það gæti kostað um fimm hundruð milljarða dollara, jafnvirði meira en 65.000 milljarða íslenskra króna að rafvæða samgöngur. Vandamálið er ekki bundið við New York. Í London í Bretlandi er áætlað að um 76% þeirra fimm til tíu milljóna bíla sem eru í borginni sé lagt í götum. Opinberar tölur frá Bandaríkjunum benda til þess að 40% landsmanna búi ekki í einbýlishúsum með aðgang að bílskúr þar sem er hægt að hlaða rafbíl. Jafnvel í Noregi þar sem rafvæðing bílaflotans er lengst komin í heiminum er það áskorun að byggja upp innviðina. Borgaryfirvöld í Osló niðurgreiða hraðhleðslustöðvar og stærri hleðslustöðvar. Sú þróun er enn ekki nógu langt komin til að hægt sé að þjónusta þau 30% bíleigenda sem eiga ekki eigin bílastæði. „Það er gríðarlega mikilvægt að allir, óháð efnahagslegum bakgrunni, geti tekið þátt í þessari grænu umbreytingu. Þeir verða að vera það vegna þess að innan fárra ára þurfa þeir að selja dísilbílana sína,“ segir Sture Portvik sem stýrir uppbyggingu hleðslustöðva í Osló.
Orkumál Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira