Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. október 2021 21:00 Squid Game eru suður-kóreskir þættir sem njóta vinsælda um allan heim. Vísir/netflix Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. Suður-kóresku þættirnir Squid Game eru langvinsælustu þættirnir á efnisveitunni Netflix og það í 90 löndum. Þættirnir eru mjög ofbeldisfullir og bannaðir börnum yngri en 17 ára. Allir tali um Squid Game Fréttamaður ræddi við nokkra forstöðumenn félagsmiðstöðva í dag sem sögðu að það væri greinilegt að börn horfðu á þættina. Börn biðji um að farið verði í þá leiki sem fram koma í þættinum og eru dæmi um að tíu ára börn horfi á þá. „Þau vita öll hvað þetta er. Þau eru öll að tala um þetta en það er misjafnt hvort þau séu að horfa á þetta. Þetta er í umræðunni, þetta er á TikTok og öllum samfélagsmiðlunum þeirra, þannig að lífið snýst svolítið um Squid Game þessa dagana,“ sagði Ólafur Þór Jónsson, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Buskanum. TikTok stútfullt af Squid Game Í Facebook-hópnum Mæðratips lýsa mæður yfir áhyggjum af áhorfi barna. Ólafur segir að mikill áhugi sé fyrir þáttunum á meðal þeirra. „Það líður ekki vakt án þess að þau biðji um að horfa á þáttinn en þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni.“ Þá segir hann TikTok stútfullt af efni úr þáttunum. „Aðgengi að öllu efni er náttúrulega orðið rosalegt. TikTok er stútfullt af mjög óeðlilegu og óheilbrigðu efni fyrir þessa krakka.“ Hann segir mikilvægt að samtal fari fram í félagsmiðstöðvum sem og á milli foreldra og barna um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. Nú styttist í hrekkjavökuna. Eru einhverjir farnir að tala um að vera í Squid Game búningum? „Já ég hef heyrt það að margir ætli að vera brúðan eða fangarnir. Ég held að þetta verði Squid Game Halloween.“ Netflix Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. 12. október 2021 11:10 Spilaði í „Squid Game“ skóm í NFL í nótt Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game. 11. október 2021 17:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Suður-kóresku þættirnir Squid Game eru langvinsælustu þættirnir á efnisveitunni Netflix og það í 90 löndum. Þættirnir eru mjög ofbeldisfullir og bannaðir börnum yngri en 17 ára. Allir tali um Squid Game Fréttamaður ræddi við nokkra forstöðumenn félagsmiðstöðva í dag sem sögðu að það væri greinilegt að börn horfðu á þættina. Börn biðji um að farið verði í þá leiki sem fram koma í þættinum og eru dæmi um að tíu ára börn horfi á þá. „Þau vita öll hvað þetta er. Þau eru öll að tala um þetta en það er misjafnt hvort þau séu að horfa á þetta. Þetta er í umræðunni, þetta er á TikTok og öllum samfélagsmiðlunum þeirra, þannig að lífið snýst svolítið um Squid Game þessa dagana,“ sagði Ólafur Þór Jónsson, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Buskanum. TikTok stútfullt af Squid Game Í Facebook-hópnum Mæðratips lýsa mæður yfir áhyggjum af áhorfi barna. Ólafur segir að mikill áhugi sé fyrir þáttunum á meðal þeirra. „Það líður ekki vakt án þess að þau biðji um að horfa á þáttinn en þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni.“ Þá segir hann TikTok stútfullt af efni úr þáttunum. „Aðgengi að öllu efni er náttúrulega orðið rosalegt. TikTok er stútfullt af mjög óeðlilegu og óheilbrigðu efni fyrir þessa krakka.“ Hann segir mikilvægt að samtal fari fram í félagsmiðstöðvum sem og á milli foreldra og barna um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. Nú styttist í hrekkjavökuna. Eru einhverjir farnir að tala um að vera í Squid Game búningum? „Já ég hef heyrt það að margir ætli að vera brúðan eða fangarnir. Ég held að þetta verði Squid Game Halloween.“
Netflix Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. 12. október 2021 11:10 Spilaði í „Squid Game“ skóm í NFL í nótt Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game. 11. október 2021 17:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. 12. október 2021 11:10
Spilaði í „Squid Game“ skóm í NFL í nótt Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game. 11. október 2021 17:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels