Sport

Spilaði í „Squid Game“ skóm í NFL í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefon Diggs hjá Buffalo Bills er í hópi bestu útherja NFL deildarinnar.
Stefon Diggs hjá Buffalo Bills er í hópi bestu útherja NFL deildarinnar. AP/Adrian Kraus

Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game.

Sunday Night Football leikurinn fær mikla athygli enda á besta tíma í Bandaríkjunum og eini NFL-leikurinn sem er þá í gangi. Leikurinn í nótt var líka uppgjör á móti tveggja sterkra liða sem mættust í síðustu úrslitakeppni.

Diggs var tilbúinn fyrir stóra sviðið en hann mætti nefnilega í sérstökum Squid Game skóm í leikinn.

Squid Game sjónvarpsþátturinn á Neflix hefur slegið í gegnum út um allan heim en á skónum hans Diggs mátti sjá nokkra karakterana sem og nafn þáttarins á kóresku.

Stefon Diggs var reyndar rólegur á nýju skónum og greip bara tvo bolta fyrir 69 jarda.

Lið hans þurfti ekki meira en útherjinn Stefon Diggs skoraði tvö snertimörk og leikstjórnandinn Josh Allen gaf þrjár snertimarkssendingar og skoraði líka eitt snertimark sjálfur.

Buffalo Bills vann 38-20 sigur á Chiefs og hefur nú unnið fjóra leiki í röð eftir tap í fyrsta leik.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.