Sadio Mané mjög ósáttur með að markvörður Chelsea sé ekki tilnefndur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 16:00 Edouard Mendy er hér á undan Sadio Mane í boltann í leik Chelsea og Liverpool. Getty/Simon Stacpoole Framherji Liverpool var mjög reiður fyrir hönd landa síns Édouard Mendy eftir að kom í ljós að markvörður Evrópumeistara Chelsea er ekki tilnefndur til Gullknattar Evrópu. Mané og Mendy voru saman í landsliðsverkefni með Senegal en liðið vann 4-1 sigur á Namibíu í undankeppni HM. Landsliðsmenn Senegal fengu margir spurninguna um þá staðreynd að Mendy sé ekki í hópi þeirra þrjátíu sem er tilnefndar til Gullknattar Evrópu í ár. Sadio Mané on Édouard Mendy | It s inadmissible Liverpool star furious at Chelsea man s omission from Ballon d Or nominee list.https://t.co/nSDx4dzbLg #lfc #cfc— Sport Witness (@Sport_Witness) October 12, 2021 Einn af þeim var Sadio Mané og það stóð ekki á svari hjá Liverpool manninum þótt að Mendy sé leikmaður keppinautanna í Chelsea. „Þetta er ótækt. Ég skil þetta ekki. Þarna voru menn að gera mistök,“ sagði Sadio Mané en franska blaðið Onze Mondial hefur það eftir honum. Édouard Mendy átti mikinn þátt í sigri Chelsea liðsins í Meistaradeildinni en hann hélt meðal annars hreinu í níu af tólf leikjum og einu liðin sem skoruðu mark hjá honum voru Stade Rennais, FC Porto og Real Madrid. Sadio Mane with the Senegal fans pic.twitter.com/irRTbIw37N— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 12, 2021 Mendy var sjálfur ekki eins gagnrýninn á valið. „Eins og ég hef sagt áður þá er ég stoltur af því vera fulltrúi þjóðar minnar sem einn af tíu bestu markvörðum heims. Það er þegar mjög gott fyrir mig. Ég er ekki að elta einhverjar viðurkenningar en ég hef fullt af markmiðum og þetta er skref í rétta átt,“ sagði Édouard Mendy. „Það verða alltaf til mismunandi skoðanir, hvort sem að ég eigi að vera þarna eða einhver annar. Það er frjálst val fjölmiðlamannanna að kjósa og maður verður bara að virða það,“ sagði Mendy. Mendy hefur spilað samtals 53 leiki í öllum keppnum fyrir Chelsea síðan að hann kom frá Stade Rennais sumarið 2020. Í þeim hefur hann haldið 29 sinnum hreinu og aðeins fengið á sig 34 mörk. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Mané og Mendy voru saman í landsliðsverkefni með Senegal en liðið vann 4-1 sigur á Namibíu í undankeppni HM. Landsliðsmenn Senegal fengu margir spurninguna um þá staðreynd að Mendy sé ekki í hópi þeirra þrjátíu sem er tilnefndar til Gullknattar Evrópu í ár. Sadio Mané on Édouard Mendy | It s inadmissible Liverpool star furious at Chelsea man s omission from Ballon d Or nominee list.https://t.co/nSDx4dzbLg #lfc #cfc— Sport Witness (@Sport_Witness) October 12, 2021 Einn af þeim var Sadio Mané og það stóð ekki á svari hjá Liverpool manninum þótt að Mendy sé leikmaður keppinautanna í Chelsea. „Þetta er ótækt. Ég skil þetta ekki. Þarna voru menn að gera mistök,“ sagði Sadio Mané en franska blaðið Onze Mondial hefur það eftir honum. Édouard Mendy átti mikinn þátt í sigri Chelsea liðsins í Meistaradeildinni en hann hélt meðal annars hreinu í níu af tólf leikjum og einu liðin sem skoruðu mark hjá honum voru Stade Rennais, FC Porto og Real Madrid. Sadio Mane with the Senegal fans pic.twitter.com/irRTbIw37N— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 12, 2021 Mendy var sjálfur ekki eins gagnrýninn á valið. „Eins og ég hef sagt áður þá er ég stoltur af því vera fulltrúi þjóðar minnar sem einn af tíu bestu markvörðum heims. Það er þegar mjög gott fyrir mig. Ég er ekki að elta einhverjar viðurkenningar en ég hef fullt af markmiðum og þetta er skref í rétta átt,“ sagði Édouard Mendy. „Það verða alltaf til mismunandi skoðanir, hvort sem að ég eigi að vera þarna eða einhver annar. Það er frjálst val fjölmiðlamannanna að kjósa og maður verður bara að virða það,“ sagði Mendy. Mendy hefur spilað samtals 53 leiki í öllum keppnum fyrir Chelsea síðan að hann kom frá Stade Rennais sumarið 2020. Í þeim hefur hann haldið 29 sinnum hreinu og aðeins fengið á sig 34 mörk.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira