AS líkir Andra Lucasi við Haaland Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2021 13:31 Andri Lucas Guðjohnsen er farinn að láta til sín taka hjá varaliði Real Madrid, sigursælasta félags í sögu Meistaradeildar Evrópu, og íslenska landsliðinu. Samsett/Real Madrid og AS.com Spænska stórblaðið AS segir að Andri Lucas Guðjohnsen minni um margt á Erling Braut Haaland og muni mögulega leika sinn fyrsta leik fyrir aðallið Real Madrid í vetur. Andri Lucas er farinn að láta til sín taka bæði með íslenska A-landsliðinu og varaliði Real Madrid þar sem hann leikur undir stjórn mikils markaskorara og einnar af goðsögnum félagsins; Raúl. Andri kom inn á sem varamaður gegn Norður-Makedóníu í síðasta mánuði og náði að tryggja Íslandi 2-2 jafntefli, og svipað var uppi á teningnum þegar hann nældi í vítaspyrnu og skoraði í 2-2 jafntefli varaliðs Real gegn Atlético Baleares. Hann skoraði svo sitt annað landsliðsmark í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein í gærkvöld. AS segir að Andri Lucas sé ólíkur föður sínum sem hafi viljað vera aðeins fyrir aftan fremsta mann og kunnað að splundra vörnum með eitruðum sendingum. Andri Lucas sé hreinræktuð, 189 sentímetra „nía“ með kraftmikinn leikstíl sem þjálfarar hans hjá Real Madrid viðurkenni að þurfi að fínpússa. Þeir hafi hins vegar þegar séð nokkuð sem ekki sé hægt að kenna; auga fyrir því að skora mörk. Þriðji eða fjórði kostur Ancelottis Real Madrid er á höttunum eftir stjörnuleikmönnunum Haaland og Kylian Mbappé. AS bendir hins vegar á að félagið eigi nú þegar leikmann sem minni á Haaland en tekur fram að Íslendingurinn eigi enn margt ólært. Hann hafi til að mynda minnt á ungan Haaland með þrennunni sem hann skoraði fyrir U17-landslið Íslands gegn Þýskalandi árið 2019. Samkvæmt AS er Andri Lucas fjórði í röðinni í keppninni um stöðu fremsta manns hjá aðalliði Real, á eftir Karim Benzema, Luka Jovic og Mariano. Hins vegar segir blaðið að í ljósi þess hve Mariano fái lítið að spila þá megi líta á Andra Lucas sem þriðja kost. Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, valdi Andra Lucas á varalista í Meistaradeildarhóp Real Madrid fyrir leiktíðina og AS segir líklegt að hann muni koma við sögu með aðalliðinu á þessari leiktíð, mögulega í spænsku bikarkeppninni. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir 678 mínútum á undan pabba og yfir 1560 mínútum á undan afa Andri Lucas Guðjohnsen var miklu fljótari að skora landsliðsmark númer tvö heldur en bæði faðir sinn og afi sinn sem báðir eru meðal markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi. 12. október 2021 12:31 Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. 11. október 2021 21:32 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Andri Lucas er farinn að láta til sín taka bæði með íslenska A-landsliðinu og varaliði Real Madrid þar sem hann leikur undir stjórn mikils markaskorara og einnar af goðsögnum félagsins; Raúl. Andri kom inn á sem varamaður gegn Norður-Makedóníu í síðasta mánuði og náði að tryggja Íslandi 2-2 jafntefli, og svipað var uppi á teningnum þegar hann nældi í vítaspyrnu og skoraði í 2-2 jafntefli varaliðs Real gegn Atlético Baleares. Hann skoraði svo sitt annað landsliðsmark í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein í gærkvöld. AS segir að Andri Lucas sé ólíkur föður sínum sem hafi viljað vera aðeins fyrir aftan fremsta mann og kunnað að splundra vörnum með eitruðum sendingum. Andri Lucas sé hreinræktuð, 189 sentímetra „nía“ með kraftmikinn leikstíl sem þjálfarar hans hjá Real Madrid viðurkenni að þurfi að fínpússa. Þeir hafi hins vegar þegar séð nokkuð sem ekki sé hægt að kenna; auga fyrir því að skora mörk. Þriðji eða fjórði kostur Ancelottis Real Madrid er á höttunum eftir stjörnuleikmönnunum Haaland og Kylian Mbappé. AS bendir hins vegar á að félagið eigi nú þegar leikmann sem minni á Haaland en tekur fram að Íslendingurinn eigi enn margt ólært. Hann hafi til að mynda minnt á ungan Haaland með þrennunni sem hann skoraði fyrir U17-landslið Íslands gegn Þýskalandi árið 2019. Samkvæmt AS er Andri Lucas fjórði í röðinni í keppninni um stöðu fremsta manns hjá aðalliði Real, á eftir Karim Benzema, Luka Jovic og Mariano. Hins vegar segir blaðið að í ljósi þess hve Mariano fái lítið að spila þá megi líta á Andra Lucas sem þriðja kost. Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, valdi Andra Lucas á varalista í Meistaradeildarhóp Real Madrid fyrir leiktíðina og AS segir líklegt að hann muni koma við sögu með aðalliðinu á þessari leiktíð, mögulega í spænsku bikarkeppninni.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir 678 mínútum á undan pabba og yfir 1560 mínútum á undan afa Andri Lucas Guðjohnsen var miklu fljótari að skora landsliðsmark númer tvö heldur en bæði faðir sinn og afi sinn sem báðir eru meðal markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi. 12. október 2021 12:31 Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. 11. október 2021 21:32 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
678 mínútum á undan pabba og yfir 1560 mínútum á undan afa Andri Lucas Guðjohnsen var miklu fljótari að skora landsliðsmark númer tvö heldur en bæði faðir sinn og afi sinn sem báðir eru meðal markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi. 12. október 2021 12:31
Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. 11. október 2021 21:32
Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15