Ekki búinn að spila heilan hálfleik samtals en samt með tvö landsliðsmörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 10:01 Andri Lucas Guðjohnsen fagnar marki sínu á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Andri Lucas Guðjohnsen var aftur á skotskónum með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og hefur nú skorað í tveimur mótsleikjum fyrir landsliðið þrátt fyrir að eiga enn eftir að byrja landsleik. Mark Andra Lucasar gladdi marga í gærkvöldi en hann innsiglaði þá 4-0 sigur á Liechtenstein eftir að hafa fengið stoðsendingu frá eldri bróður sínum Sveini Aroni Guðjohnsen. TAKK GUÐJOHNSEN, segir Gunnar Birgisson - Annað landsliðsmark Andra Lucasar og hver annar en bróðir hans Sveinn Aron skallaði boltann á hann. Ísland 4-0 Liechtenstein pic.twitter.com/CbXX8ZD320— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2021 Andri Lucas hafði einnig skorað á móti Norður Makedóníu í síðasta glugga en hann tryggði íslenska liðinu þá jafntefli. Alls hafa landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sett strákinn fjórum sinnum inn á sem varamann undir lok leikja í haust. Í báðum mörkunum hefur þessi nítján ára strákur sýnt að hann er markaskorari af guðs náð. Þessi frammistaða Andra þýðir um leið að hann er ekki búinn að spila heilan hálfleik, þegar kemur að mínútum í landsleikjum, en er samt kominn með tvö A-landsliðsmörk. Alls hefur Andri Lucas spilað í 39 mínútur í þessum fjórum fyrstu landsleikjum sínum. Hann er því með mark á tuttugu mínútna fresti með íslenska landsliðinu. Hann skoraði tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti Norður Makedóníu og það þurfti bara að bíða í níu mínútur eftir að hann kom boltanum í markið á móti Liechtenstein í gær. Faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, skoraði náttúrulega síðasta landsliðsmark sitt í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvelli í júní 2016. Eiður Smári skoraði sitt annað landsliðsmark á sínum tíma í sinum ellefta landsleik og afinn Arnór Guðjohnsen beið í nítján landsleiki eftir sínu öðru landsliðsmarki. Mínútur hjá Andra Lucasi Guðjohnsen með A-landsliðinu: - 2. september á móti Rúmeníu: 11 mínútur 5. september á móti Norður Makedóníu: 8 mínútur og 1 mark 8. september á móti Þýskalandi: 10 mínútur 11. október á móti Liechtenstein: 10 mínútur og 1 mark - Samtals: 39 mínútur og 2 mörk HM 2022 í Katar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Mark Andra Lucasar gladdi marga í gærkvöldi en hann innsiglaði þá 4-0 sigur á Liechtenstein eftir að hafa fengið stoðsendingu frá eldri bróður sínum Sveini Aroni Guðjohnsen. TAKK GUÐJOHNSEN, segir Gunnar Birgisson - Annað landsliðsmark Andra Lucasar og hver annar en bróðir hans Sveinn Aron skallaði boltann á hann. Ísland 4-0 Liechtenstein pic.twitter.com/CbXX8ZD320— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2021 Andri Lucas hafði einnig skorað á móti Norður Makedóníu í síðasta glugga en hann tryggði íslenska liðinu þá jafntefli. Alls hafa landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sett strákinn fjórum sinnum inn á sem varamann undir lok leikja í haust. Í báðum mörkunum hefur þessi nítján ára strákur sýnt að hann er markaskorari af guðs náð. Þessi frammistaða Andra þýðir um leið að hann er ekki búinn að spila heilan hálfleik, þegar kemur að mínútum í landsleikjum, en er samt kominn með tvö A-landsliðsmörk. Alls hefur Andri Lucas spilað í 39 mínútur í þessum fjórum fyrstu landsleikjum sínum. Hann er því með mark á tuttugu mínútna fresti með íslenska landsliðinu. Hann skoraði tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti Norður Makedóníu og það þurfti bara að bíða í níu mínútur eftir að hann kom boltanum í markið á móti Liechtenstein í gær. Faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, skoraði náttúrulega síðasta landsliðsmark sitt í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvelli í júní 2016. Eiður Smári skoraði sitt annað landsliðsmark á sínum tíma í sinum ellefta landsleik og afinn Arnór Guðjohnsen beið í nítján landsleiki eftir sínu öðru landsliðsmarki. Mínútur hjá Andra Lucasi Guðjohnsen með A-landsliðinu: - 2. september á móti Rúmeníu: 11 mínútur 5. september á móti Norður Makedóníu: 8 mínútur og 1 mark 8. september á móti Þýskalandi: 10 mínútur 11. október á móti Liechtenstein: 10 mínútur og 1 mark - Samtals: 39 mínútur og 2 mörk
Mínútur hjá Andra Lucasi Guðjohnsen með A-landsliðinu: - 2. september á móti Rúmeníu: 11 mínútur 5. september á móti Norður Makedóníu: 8 mínútur og 1 mark 8. september á móti Þýskalandi: 10 mínútur 11. október á móti Liechtenstein: 10 mínútur og 1 mark - Samtals: 39 mínútur og 2 mörk
HM 2022 í Katar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira