Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2021 10:27 Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Ali Hassan Khalil (t.h.) fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku vegna sprengingarinnar í Beirút í fyrra. Getty/Bilal Jawich Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. Khalil er háttsettur meðlimur Shi‘ite Amal hreyfingarinnar og mikill stuðningsmaður vígahópsins Hezbollah. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann Tarek Bitar harðlega í gær og kallaði eftir því að honum verði skipt út. Dómarinn, að mati Nasrallah, sé hlutdrægur og pólitískar skoðanir ráði störfum hans. Samkvæmt frétt Reuters eru bara nokkrar vikur liðnar síðan Wafik Safa, háttsettur maður innan Hezbollah, hótaði Bitar að hópurinn myndi tryggja að honum yrði skipt út. Rannsókninni á sprengingunni, sem varð þann 4. ágúst 2020, hefur lítið miðað áfram. Fyrrverandi ráðherrar og háttsettir stjórnmálamenn hafa ítrekað neitað að mæta til skýrslutöku vegna málsins og nokkrir kvartað yfir Bitar vegna málsins. Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Bitar hefur ítrekað óskað eftir því að fyrrverandi ríkisstjórn landsins mæti til skýrslutöku en fá svör fengið. Fyrrverandi ráðherrarnir hafa margir hverjir kvartað undan honum og sagt hann óhæfan til að fara fyrir rannsókninni. Sprenging í Beirút Líbanon Tengdar fréttir Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sjá meira
Khalil er háttsettur meðlimur Shi‘ite Amal hreyfingarinnar og mikill stuðningsmaður vígahópsins Hezbollah. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann Tarek Bitar harðlega í gær og kallaði eftir því að honum verði skipt út. Dómarinn, að mati Nasrallah, sé hlutdrægur og pólitískar skoðanir ráði störfum hans. Samkvæmt frétt Reuters eru bara nokkrar vikur liðnar síðan Wafik Safa, háttsettur maður innan Hezbollah, hótaði Bitar að hópurinn myndi tryggja að honum yrði skipt út. Rannsókninni á sprengingunni, sem varð þann 4. ágúst 2020, hefur lítið miðað áfram. Fyrrverandi ráðherrar og háttsettir stjórnmálamenn hafa ítrekað neitað að mæta til skýrslutöku vegna málsins og nokkrir kvartað yfir Bitar vegna málsins. Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Bitar hefur ítrekað óskað eftir því að fyrrverandi ríkisstjórn landsins mæti til skýrslutöku en fá svör fengið. Fyrrverandi ráðherrarnir hafa margir hverjir kvartað undan honum og sagt hann óhæfan til að fara fyrir rannsókninni.
Sprenging í Beirút Líbanon Tengdar fréttir Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sjá meira
Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41
Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46
Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00