Erlent

Geimfari náði mynd af þotu á flugi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alþjóðlega geimstöðin hefur verið á braut um jörðu frá 1998.
Alþjóðlega geimstöðin hefur verið á braut um jörðu frá 1998. NASA

Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni hafa annað sjónarhorn á Jörðina en við hin. Það sést glögglega á ljósmynd sem bandaríski geimfarinn Megan McArthur náði úr geimstöðinni á dögunum.

McArthur, ein af ellefu geimförum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni deildi myndinni á Twitter um helgina. Myndina má sjá hér að neðan en hún var tekin yfir Albera-ríki Kanada. Á henni má sjá hvítar rákir og þotu fyrir miðri mynd. Ekki á hverjum degi sem myndir sem sýna ofan á flugvélar í loftinu eru teknar.

„Ég veit ekki af hverju en ég hló upphátt þegar ég áttaði mig á því að ég væri að horfa á flugvél á meðan ég var að taka myndir yfir Alberta-ríki í Kanada í dag,“ skrifaði McArthur í fyrradag á Twitter.

„Gaman að sjá aðrar mannverur á ferðinni um Jörðina, á hvaða leið eruð þið?“ bætti hún við.

Glöggir netverjar sem borið hafa saman tímasetningu ljósmyndarinnar við flugumferð á sama tíma telja að umrædd þota sé fraktflutningavél flugfélagsins Atlas Air„ á leið frá Anchorage í Alaska til Miami í Flórída.


Tengdar fréttir

Geimstöðin varð fyrir geimrusli

Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×