Arnar Þór: „Mjög gaman að heyra í stuðningsmönnum Íslands á nýjan leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2021 21:05 Arnar Þór var sáttur með stuðningsfólk Íslands í kvöld. Vísir/Vilhelm „Alltaf jákvætt að vinna, gaman að skora mörk og gaman að halda hreinu. Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í undankeppninni. Það er mjög jákvætt,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. „Við vissum að við þyrftum að stjórna leiknum og gerðum það vel. Það voru vissulega kaflar í seinni hálfleik þar sem við urðum smá kærulausir. Heilt yfir er ég mjög sáttur með sigurinn og stuðninginn. Fyrsta skipti í langan tíma sem við fáum svona stuðning og það var mjög gaman á vellinum í kvöld.“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands.Vísir/Jónína Guðbjörg „Heilt yfir er ég mjög ánægður. Við vissum hvernig við vildum reyna brjóta þá á bak aftur en við vissum að það gæti samt tekið smá tíma. Ég var ánægður með að við skoruðum snemma. Leikirnir hjá Liechtenstein eru að spilast eins, leikurinn gegn Þýskalandi endaði til dæmis 2-0 þar sem Þjóðverjar voru að fá færi á svipaðan hátt og við í kvöld.“ „Ég er ánægður með að drengirnir hafi getað stjórnað leiknum, það virkar einfalt en einbeitingin þarf að vera til staðar í 90 mínútur. Það eru samt auðvitað hlutir sem við þurfum að bæta.“ „Ég er ekkert öðruvísi en aðrir þjálfarar, ég er með fiðring í maganum fyrir leiki og maður veit aldrei hvað getur gerst í fótbolta. Leikur Armeníu og Liechtenstein fór 1-1 og hann spilaðist mjög svipað og leikurinn hér í kvöld. Maður er alltaf með smá fiðring og smá stressaður en strákarnir skiluðu sínu í dag. Það var mjög gaman að heyra í stuðningsmönnum Íslands á nýjan leik, það er alveg nýtt fyrir mér, “ sagði Arnar Þór aðspurður hvort hann hefði verið stressaður fyrir leik þar sem um „skyldusigur“ væri að ræða. „Ég er mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inn af bekknum. Svenni (Sveinn Aron Guðjohnsen) kemur inn á og leggur upp mark fyrir bróðir sinn (Andra Lucas Guðjohnsen) og nær vítinu. Þetta er mjög skemmtilegt fyrir okkur sem þjóð því jú þetta er smá rómantík,“ sagði Arnar Þór að endingu um síðasta mark Íslands í kvöld en það skoraði Andri Lucas eftir að Sveinn Aron lagði boltann fyrir fætur hans. Klippa: Arnar Þór eftir Liechtenstein leik Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. 11. október 2021 21:02 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
„Við vissum að við þyrftum að stjórna leiknum og gerðum það vel. Það voru vissulega kaflar í seinni hálfleik þar sem við urðum smá kærulausir. Heilt yfir er ég mjög sáttur með sigurinn og stuðninginn. Fyrsta skipti í langan tíma sem við fáum svona stuðning og það var mjög gaman á vellinum í kvöld.“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands.Vísir/Jónína Guðbjörg „Heilt yfir er ég mjög ánægður. Við vissum hvernig við vildum reyna brjóta þá á bak aftur en við vissum að það gæti samt tekið smá tíma. Ég var ánægður með að við skoruðum snemma. Leikirnir hjá Liechtenstein eru að spilast eins, leikurinn gegn Þýskalandi endaði til dæmis 2-0 þar sem Þjóðverjar voru að fá færi á svipaðan hátt og við í kvöld.“ „Ég er ánægður með að drengirnir hafi getað stjórnað leiknum, það virkar einfalt en einbeitingin þarf að vera til staðar í 90 mínútur. Það eru samt auðvitað hlutir sem við þurfum að bæta.“ „Ég er ekkert öðruvísi en aðrir þjálfarar, ég er með fiðring í maganum fyrir leiki og maður veit aldrei hvað getur gerst í fótbolta. Leikur Armeníu og Liechtenstein fór 1-1 og hann spilaðist mjög svipað og leikurinn hér í kvöld. Maður er alltaf með smá fiðring og smá stressaður en strákarnir skiluðu sínu í dag. Það var mjög gaman að heyra í stuðningsmönnum Íslands á nýjan leik, það er alveg nýtt fyrir mér, “ sagði Arnar Þór aðspurður hvort hann hefði verið stressaður fyrir leik þar sem um „skyldusigur“ væri að ræða. „Ég er mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inn af bekknum. Svenni (Sveinn Aron Guðjohnsen) kemur inn á og leggur upp mark fyrir bróðir sinn (Andra Lucas Guðjohnsen) og nær vítinu. Þetta er mjög skemmtilegt fyrir okkur sem þjóð því jú þetta er smá rómantík,“ sagði Arnar Þór að endingu um síðasta mark Íslands í kvöld en það skoraði Andri Lucas eftir að Sveinn Aron lagði boltann fyrir fætur hans. Klippa: Arnar Þór eftir Liechtenstein leik
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. 11. október 2021 21:02 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15
Einkunnir Íslands: Kantmennirnir í stuði og dúndur innkoma bræðranna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann stórsigur á Liechtenstein, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM 2022 í kvöld. 11. október 2021 21:02