Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2021 21:38 Veronika telur að lítið sé gert úr vilja kjósenda Sjálfstæðisflokksins með tilkomu Birgis Þórarinssonar í þingflokkinn. Vísir/Vilhelm Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. Þessa skoðun viðrar Veronika á Twitter-síðu sinni. Birgir greindi frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, sem er þá með 17 þingmenn. Í Miðflokknum sitja eftir tveir þingmenn. Leiðinlegt að skemma partyið en nýjustu vendingar gera verulega lítið úr prófkjarabaráttu D og vilja kjósenda.— Veronika (@veronikamagnusd) October 9, 2021 Í samtali við Vísi segir Veronika að hún telji mikilvægt að niðurstöður prófkjara flokksins séu virtar. „Mér finnst að við eigum að styðjast við prófkjörin þegar við veljum þingmenn sem hafa rödd innan þingflokksins. En ég ætla ekki að segja nákvæmlega hver afstaða félagsins er í þessu máli,“ segir Veronika og áréttar að um sé að ræða hennar persónulegu sýn á málið. Veronika bendir á að í málum sem þessum komi inn þingmaður sem enginn kjósandi Sjálfstæðisflokksins hafi greitt atkvæði, hvorki í prófkjöri né í Alþingiskosningunum. Hún telur að flokkurinn ætti að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. „Fyrir mér þá er þetta aðallega prinsippmál og mér finnst að afstaða flokksmanna komi mjög skýrlega fram í prófkjörinu. Það setur tóninn varðandi það hvar hugur kjósenda liggur. Að fá einhvern fyrir hönd flokksins sem hefur verið kjörinn af kjósendum annars flokks, þar hafa kjósendur Sjálfstæðisflokksins ekkert um það að segja,“ segir Veronika. „Við viljum beita okkur í prófkjörunum, það er það sem stendur og kjósendur flokksins fengu ekki tækifæri til að segja hug sinn í þessu máli.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Þessa skoðun viðrar Veronika á Twitter-síðu sinni. Birgir greindi frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, sem er þá með 17 þingmenn. Í Miðflokknum sitja eftir tveir þingmenn. Leiðinlegt að skemma partyið en nýjustu vendingar gera verulega lítið úr prófkjarabaráttu D og vilja kjósenda.— Veronika (@veronikamagnusd) October 9, 2021 Í samtali við Vísi segir Veronika að hún telji mikilvægt að niðurstöður prófkjara flokksins séu virtar. „Mér finnst að við eigum að styðjast við prófkjörin þegar við veljum þingmenn sem hafa rödd innan þingflokksins. En ég ætla ekki að segja nákvæmlega hver afstaða félagsins er í þessu máli,“ segir Veronika og áréttar að um sé að ræða hennar persónulegu sýn á málið. Veronika bendir á að í málum sem þessum komi inn þingmaður sem enginn kjósandi Sjálfstæðisflokksins hafi greitt atkvæði, hvorki í prófkjöri né í Alþingiskosningunum. Hún telur að flokkurinn ætti að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. „Fyrir mér þá er þetta aðallega prinsippmál og mér finnst að afstaða flokksmanna komi mjög skýrlega fram í prófkjörinu. Það setur tóninn varðandi það hvar hugur kjósenda liggur. Að fá einhvern fyrir hönd flokksins sem hefur verið kjörinn af kjósendum annars flokks, þar hafa kjósendur Sjálfstæðisflokksins ekkert um það að segja,“ segir Veronika. „Við viljum beita okkur í prófkjörunum, það er það sem stendur og kjósendur flokksins fengu ekki tækifæri til að segja hug sinn í þessu máli.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58