Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2021 21:38 Veronika telur að lítið sé gert úr vilja kjósenda Sjálfstæðisflokksins með tilkomu Birgis Þórarinssonar í þingflokkinn. Vísir/Vilhelm Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. Þessa skoðun viðrar Veronika á Twitter-síðu sinni. Birgir greindi frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, sem er þá með 17 þingmenn. Í Miðflokknum sitja eftir tveir þingmenn. Leiðinlegt að skemma partyið en nýjustu vendingar gera verulega lítið úr prófkjarabaráttu D og vilja kjósenda.— Veronika (@veronikamagnusd) October 9, 2021 Í samtali við Vísi segir Veronika að hún telji mikilvægt að niðurstöður prófkjara flokksins séu virtar. „Mér finnst að við eigum að styðjast við prófkjörin þegar við veljum þingmenn sem hafa rödd innan þingflokksins. En ég ætla ekki að segja nákvæmlega hver afstaða félagsins er í þessu máli,“ segir Veronika og áréttar að um sé að ræða hennar persónulegu sýn á málið. Veronika bendir á að í málum sem þessum komi inn þingmaður sem enginn kjósandi Sjálfstæðisflokksins hafi greitt atkvæði, hvorki í prófkjöri né í Alþingiskosningunum. Hún telur að flokkurinn ætti að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. „Fyrir mér þá er þetta aðallega prinsippmál og mér finnst að afstaða flokksmanna komi mjög skýrlega fram í prófkjörinu. Það setur tóninn varðandi það hvar hugur kjósenda liggur. Að fá einhvern fyrir hönd flokksins sem hefur verið kjörinn af kjósendum annars flokks, þar hafa kjósendur Sjálfstæðisflokksins ekkert um það að segja,“ segir Veronika. „Við viljum beita okkur í prófkjörunum, það er það sem stendur og kjósendur flokksins fengu ekki tækifæri til að segja hug sinn í þessu máli.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þessa skoðun viðrar Veronika á Twitter-síðu sinni. Birgir greindi frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, sem er þá með 17 þingmenn. Í Miðflokknum sitja eftir tveir þingmenn. Leiðinlegt að skemma partyið en nýjustu vendingar gera verulega lítið úr prófkjarabaráttu D og vilja kjósenda.— Veronika (@veronikamagnusd) October 9, 2021 Í samtali við Vísi segir Veronika að hún telji mikilvægt að niðurstöður prófkjara flokksins séu virtar. „Mér finnst að við eigum að styðjast við prófkjörin þegar við veljum þingmenn sem hafa rödd innan þingflokksins. En ég ætla ekki að segja nákvæmlega hver afstaða félagsins er í þessu máli,“ segir Veronika og áréttar að um sé að ræða hennar persónulegu sýn á málið. Veronika bendir á að í málum sem þessum komi inn þingmaður sem enginn kjósandi Sjálfstæðisflokksins hafi greitt atkvæði, hvorki í prófkjöri né í Alþingiskosningunum. Hún telur að flokkurinn ætti að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. „Fyrir mér þá er þetta aðallega prinsippmál og mér finnst að afstaða flokksmanna komi mjög skýrlega fram í prófkjörinu. Það setur tóninn varðandi það hvar hugur kjósenda liggur. Að fá einhvern fyrir hönd flokksins sem hefur verið kjörinn af kjósendum annars flokks, þar hafa kjósendur Sjálfstæðisflokksins ekkert um það að segja,“ segir Veronika. „Við viljum beita okkur í prófkjörunum, það er það sem stendur og kjósendur flokksins fengu ekki tækifæri til að segja hug sinn í þessu máli.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58