Fréttastofa AP segir frá.
Flokkur Babiš, ANO, skilgreinir sig á miðju stjórnmálanna en er gagnrýninn á Evrópusambandið og lagði mikla áherslu á meinta ógn af innflutningi flóttafólks til landsins.
Hann hefur staðið í ströngu á kjörtímabilinu og staðið af sér margskonar hneykslismál. Meðal annars leiddu Pandóruskjölin í ljós að hann hafi stundað vafasama viðskiptahætti.
Nú liggur hins vegar fyrir að kosningabandalag frjálslyndra og íhaldsflokka, SPOLU, fær 27,7% atkvæða á meðan ANO fær 27,2%.
Í þriðja sæti er svo bandalag vinstri og miðjuflokka þar á meðal Píratar, sem gæti myndað meirihluta með SPOLU gegn ANO.