Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 09:03 Lögreglan í Berlín hefur nú til rannsóknar tilfelli Havana-heilkennisins. Gettty/David Hutzler Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. Meira en 200 bandarískir diplómatar og opinberir starfsmenn hafa þjáðst af heilkenninu frá því að fyrstu tilfellin komu upp árið 2016. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hét því í gær að komast að því hvað valdi heilkenninu og hverjir beri ábyrgð á því. Þeir sem þjáðst hafa af þessu dularfulla heilkenni hafa kvartað yfir miklum höfuðverkjum, heyrnatruflunum, höfuðþrýstingu, svima, ógleði og þreytu auk annarra einkenna. Samkvæmt frétt Der Spiegel hafa nokkrir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Berlín kvartað undan einkennum Havana-heilkennisins. Talsmaður sendiráðsins vildi ekki tjá sig um rannsóknina í Berlín en sagði í samtali við fréttastofu Reuters að rannsókn standi nú yfir hjá bandarískum yfirvöldum á tilfellum heilkennisins um heim allan. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna og Kanada í Havana árið 2016, og hlaut heilkennið nafn sitt af því. Síðan þá hefur fjöldi fólks kvartað undan sömu einkennum. Yfirmaður CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, í Vín í Austurríki var í síðasta mánuði látinn taka pokann sinn fyrir að hafa ekki brugðist nógu vel við fjölda tilfella heilkennisins í bandaríska sendiráðinu í borginni. Nokkrum dögum fyrir uppákomuna í Vín hafði starfsmaður CIA ferðast með yfirmanninum til Indlands og fundið fyrir og greint frá einkennum Havana-heilkennisins. Þá var ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, frá Singapúr til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, frestað fyrr í haust eftir að opinber starfsmaður Bandaríkjanna fann fyrir einkennum heilkennisins. Þrátt fyrir þennan fjölda tilfella er enn óljóst hvað valdi veikindunum. Bandarískir vísindamenn veltu því upp í fyrra að líklegasta skýringin væri örbylgjuárás, sem beint væri að starfsstöðvum Bandaríkjanna. Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Meira en 200 bandarískir diplómatar og opinberir starfsmenn hafa þjáðst af heilkenninu frá því að fyrstu tilfellin komu upp árið 2016. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hét því í gær að komast að því hvað valdi heilkenninu og hverjir beri ábyrgð á því. Þeir sem þjáðst hafa af þessu dularfulla heilkenni hafa kvartað yfir miklum höfuðverkjum, heyrnatruflunum, höfuðþrýstingu, svima, ógleði og þreytu auk annarra einkenna. Samkvæmt frétt Der Spiegel hafa nokkrir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Berlín kvartað undan einkennum Havana-heilkennisins. Talsmaður sendiráðsins vildi ekki tjá sig um rannsóknina í Berlín en sagði í samtali við fréttastofu Reuters að rannsókn standi nú yfir hjá bandarískum yfirvöldum á tilfellum heilkennisins um heim allan. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna og Kanada í Havana árið 2016, og hlaut heilkennið nafn sitt af því. Síðan þá hefur fjöldi fólks kvartað undan sömu einkennum. Yfirmaður CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, í Vín í Austurríki var í síðasta mánuði látinn taka pokann sinn fyrir að hafa ekki brugðist nógu vel við fjölda tilfella heilkennisins í bandaríska sendiráðinu í borginni. Nokkrum dögum fyrir uppákomuna í Vín hafði starfsmaður CIA ferðast með yfirmanninum til Indlands og fundið fyrir og greint frá einkennum Havana-heilkennisins. Þá var ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, frá Singapúr til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, frestað fyrr í haust eftir að opinber starfsmaður Bandaríkjanna fann fyrir einkennum heilkennisins. Þrátt fyrir þennan fjölda tilfella er enn óljóst hvað valdi veikindunum. Bandarískir vísindamenn veltu því upp í fyrra að líklegasta skýringin væri örbylgjuárás, sem beint væri að starfsstöðvum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56
Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11