Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 16:58 Dmitry Muratov. AP/Alexander Zemlianichenko Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. „Igor Domnikov, Yuri Shchekochikhin, Anna Politkovskaya, Stas Markelov, Anastasia Baburova, Natasha Estemirova. Þetta er fólkið sem unnu friðvarðlaun Nóbels,“ sagði Muratov í dag. hann sagðist þeirrar skoðunar að verðlaunanefndin hefði viljað viðurkenna afrek þessa fólks en valið hann, því látnir einstaklingar tækju ekki við verðlaunum. Auk Muratov fékk filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa friðarverðlaun en Nóbelsnefndin sagði tjáningarfrelsi í heiminum, sem væri forsenda lýðræðis og varanlegs friðar, vera í hættu. Sjá einnig: Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Muratov ræddi einnig herferð yfirvalda í Rússlandi gegn frjálsum fjölmiðlum þar í landi. Hann sagðist ekki viss um að verðlaunin myndu hafa áhrif á það. Hann vilji þó nota hluta verðlaunanna sem hann fékk til að styðja við bakið á sjálfstæðum fjölmiðlum. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Muratov sagði einnig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, að hann hefði persónulega veitt Alexei Navalní friðarverðlaunin. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín, forseta, og ríkisstjórnar hans. Þá hefur hann barist gegn ríkisstjórninni og varpað ljósi á meinta spillingu innan hennar. Navalní situr nú í fangelsi í Rússlandi. Hann var handtekinn fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Skilorðsdóminn hafði hann fengið vegna máls sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt pólitísks eðlis. Yfirvöld í Rússlandi hófu nýverið enn eina rannsóknina gegn Navalní og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Sjá einnig: Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Rússland hefur lengi verið hættulegt blaðamönnum. CPJ segir 58 hafa verið myrta vegna starfa þeirra frá 1992. Reuters segir að meðal þeirra séu blaðamenn sem unnu fyrir Muratov. Til að mynda Anna Politkovskaya og Natasha Estemirova, Politkovskaya var skotin til bana á stigangi þar sem hún bjó árið 2006 og Estemirova var rænt af heimili hennar í Gorzny í Téténíu og hún myrt árið 2009. Novaya Gazeta var stofnað árið 1993. Mikhlail Gobachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, og síðasti Rússinn sem fékk friðarverðlaun Nóbels, gaf hluta peninganna sem hann fékk til dagblaðsins. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, hrósaði Muratov fyrir verðlaunin í dag. Hann sagði blaðamanninn ávallt hafa unnið í samræmi við samvisku sína og að hann væri hæfileikaríkur blaðamaður. Þá sagði Peskov: „Hann er hugrakkur“. Rússland Nóbelsverðlaun Fjölmiðlar Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
„Igor Domnikov, Yuri Shchekochikhin, Anna Politkovskaya, Stas Markelov, Anastasia Baburova, Natasha Estemirova. Þetta er fólkið sem unnu friðvarðlaun Nóbels,“ sagði Muratov í dag. hann sagðist þeirrar skoðunar að verðlaunanefndin hefði viljað viðurkenna afrek þessa fólks en valið hann, því látnir einstaklingar tækju ekki við verðlaunum. Auk Muratov fékk filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa friðarverðlaun en Nóbelsnefndin sagði tjáningarfrelsi í heiminum, sem væri forsenda lýðræðis og varanlegs friðar, vera í hættu. Sjá einnig: Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Muratov ræddi einnig herferð yfirvalda í Rússlandi gegn frjálsum fjölmiðlum þar í landi. Hann sagðist ekki viss um að verðlaunin myndu hafa áhrif á það. Hann vilji þó nota hluta verðlaunanna sem hann fékk til að styðja við bakið á sjálfstæðum fjölmiðlum. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Muratov sagði einnig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, að hann hefði persónulega veitt Alexei Navalní friðarverðlaunin. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín, forseta, og ríkisstjórnar hans. Þá hefur hann barist gegn ríkisstjórninni og varpað ljósi á meinta spillingu innan hennar. Navalní situr nú í fangelsi í Rússlandi. Hann var handtekinn fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Skilorðsdóminn hafði hann fengið vegna máls sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt pólitísks eðlis. Yfirvöld í Rússlandi hófu nýverið enn eina rannsóknina gegn Navalní og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Sjá einnig: Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Rússland hefur lengi verið hættulegt blaðamönnum. CPJ segir 58 hafa verið myrta vegna starfa þeirra frá 1992. Reuters segir að meðal þeirra séu blaðamenn sem unnu fyrir Muratov. Til að mynda Anna Politkovskaya og Natasha Estemirova, Politkovskaya var skotin til bana á stigangi þar sem hún bjó árið 2006 og Estemirova var rænt af heimili hennar í Gorzny í Téténíu og hún myrt árið 2009. Novaya Gazeta var stofnað árið 1993. Mikhlail Gobachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, og síðasti Rússinn sem fékk friðarverðlaun Nóbels, gaf hluta peninganna sem hann fékk til dagblaðsins. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, hrósaði Muratov fyrir verðlaunin í dag. Hann sagði blaðamanninn ávallt hafa unnið í samræmi við samvisku sína og að hann væri hæfileikaríkur blaðamaður. Þá sagði Peskov: „Hann er hugrakkur“.
Rússland Nóbelsverðlaun Fjölmiðlar Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira