Enski boltinn

Ronaldo kosinn besti leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn í þrettán ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo átti flotta endurkomu í lið Manchester United og í ensku úrvalsdeildina.
Cristiano Ronaldo átti flotta endurkomu í lið Manchester United og í ensku úrvalsdeildina. Getty/Manuel Queimadelos

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var kosinn besti leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var hans fyrsti mánuðir hjá félaginu.

Þetta er í fimmta sinn á ferlinum sem Ronaldo fær þessi verðlaun en jafnframt í fyrsta sinn í þrettán ár eða síðan hann stóð sig best allra í marsmánuði 2008.

Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid fyrir metfé sumarið 2009 en er nú mættur aftur til Manchesterborgar.

Ronaldo skoraði þrjú mörk í þremur leikjum sínum með United í mánuðinum en félagið keypti hann frá Juventus í lok félagsskiptagluggans.

Ronaldo skoraði tvívegis í 4-1 sigri á Newcastle United í sínum fyrsta leik sem var á Old Trafford. Hann skoraði einnig í 2-1 sigri á West Ham.

Aðrir sem komu til greina í mánuðinum voru þeir Joao Cancelo, Antonio Rudiger, Allan Saint-Maximin, Mohamed Salah og Ismaila Sarr.

Michail Antonio hjá West Ham fékk þessi sömu verðlaun fyrir ágústmánuð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.