Enski boltinn

Sádi-arabísk yfir­taka að ganga í gegn hjá enska úr­vals­deildar­félaginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Newcastle United hafa beðið lengi eftir þessum fréttum.
Stuðningsmenn Newcastle United hafa beðið lengi eftir þessum fréttum. EPA-EFE/NEIL HALL

Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að nú vanti aðeins samþykki frá ensku úrvalsdeildinni og þess sé að vænta á næsta sólarhringnum.

Vandamálið hefur verið að samkvæmt lögum um eigendur og yfirmenn í ensku úrvalsdeildinni þá mátti sádi-arabíska ríkið ekki eignast meirihluta í úrvalsdeildarfélaginu. Það er því í raun fjárfestingarsjóðurinn Public Investment Fund (PIF) sem mun leggja til áttatíu prósent af peningunum í yfirtökuna en Sádi-Arabarnir eru samt á bak við hana.

Sádi-Arabarnir leggja fram 300 milljónir punda eða meira en 52,5 milljarða íslenskra króna.

Hluti af því að ná þessu samkomulagi í gegn var að Sádi-Arabar náði samkomulagi við beIN Sports sjónvarpsstöðina í Katar sem á sýningarréttinni af ensku úrvalsdeildinni í miðausturlöndum.

Þessi sala hefur verið í gangi í átján mánuði og stuðningsmenn Newcastle United orðnir langþreyttir á því að hún gangi í gegn.

Eigandinn Mike Ashley er mjög óvinsæll eftir fjórtán ár og í könnun meðal stuðningsmannasamtaka félagsins þá studdu 93 prósent þessa yfirtöku.

Það er nóg til að peningum í Sádi-Arabíu og ef að þeir fara nú að flæða inn í félagið kæmi ekki á óvart ef Newcastle færi að blanda sér í baráttuna um bestu leikmenn heims.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.