Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2021 21:10 Ferdinand Marcos yngri með móður sinni Imeldu Marcos, fyrrverandi forsetafrú, árið 2019. Fjölskyldan var lengi vel í útlegð eftir að Marcos eldri var steypt af stóli en hún er sökuð um að hafa komist undan með óheyrileg auðæfi sem hún hafði af filippseysku þjóðinni. Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. Marcos eldri var einræðisherra á Filippseyjum í tuttugu ár en honum var steypt af stóli árið 1986. Stjórnartíð hans einkenndist af aftökum utan dóms og laga og pyntingum á stjórnarandstæðingum. Þrátt fyrir það nýtur Marcos-fjölskyldan enn stuðnings sums staðar á Filippseyjum og er Marcos yngri, sem er almennt þekktur undir gælunafninu Bongbong, sérstaklega vinsæll á meðal ungs fólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann tilkynnti um framboð sitt á Facebook-síðu sinni í dag. Lofaði hann því að verða sameiningarafl fyrir þjóðina yrði hann kjörinn. Gagnrýnendur Marcos yngri saka hann um að hvítþvo ímynd föður síns og stjórnar hans með því að leggja áherslu á efnahagsuppsveiflu en gera lítið úr mannréttindabrotum sem áttu sér stað. Sjálfur segist Marcos yngri hafa verið of ungur á þeim tíma til að hann geti verið talinn meðsekur í glæpum föður síns. Engu að síður var hann ríkisstjóri í heimahéraði Marcos-fjölskyldunnar frá 1983 til 1986 þegar hann var á þrítugsaldri. Hann er nú 64 ára gamall. Duterte forseti hefur verið hallur undir Marcos-fjölskylduna. Heimilað hann að líkamsleifar Marcos eldri yrðu grafnar með viðhöfn á Filippseyjum árið 2016 og hefur ýjað að því að hætta ætti leit að gríðarlegum auðæfum sem fjölskylda hans stal. Sumir sjá fyrir sér bandalag Marcos yngri og Söru Duterte, dóttur sitjandi forseta, en hún er borgarstjóri í Davao. Mótframbjóðendur Marcos yngri verða meðal annars Manny Pacquiao, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, og Francisco Domagoso, borgarstjóri höfuðborgarinnar Manila. Orðrómar hafa lengi verið á kreiki um að Sara Duterte gæti hugsað sér að taka við af föður sínum. Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2. október 2021 21:15 Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31 Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. 23. apríl 2021 12:19 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Marcos eldri var einræðisherra á Filippseyjum í tuttugu ár en honum var steypt af stóli árið 1986. Stjórnartíð hans einkenndist af aftökum utan dóms og laga og pyntingum á stjórnarandstæðingum. Þrátt fyrir það nýtur Marcos-fjölskyldan enn stuðnings sums staðar á Filippseyjum og er Marcos yngri, sem er almennt þekktur undir gælunafninu Bongbong, sérstaklega vinsæll á meðal ungs fólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann tilkynnti um framboð sitt á Facebook-síðu sinni í dag. Lofaði hann því að verða sameiningarafl fyrir þjóðina yrði hann kjörinn. Gagnrýnendur Marcos yngri saka hann um að hvítþvo ímynd föður síns og stjórnar hans með því að leggja áherslu á efnahagsuppsveiflu en gera lítið úr mannréttindabrotum sem áttu sér stað. Sjálfur segist Marcos yngri hafa verið of ungur á þeim tíma til að hann geti verið talinn meðsekur í glæpum föður síns. Engu að síður var hann ríkisstjóri í heimahéraði Marcos-fjölskyldunnar frá 1983 til 1986 þegar hann var á þrítugsaldri. Hann er nú 64 ára gamall. Duterte forseti hefur verið hallur undir Marcos-fjölskylduna. Heimilað hann að líkamsleifar Marcos eldri yrðu grafnar með viðhöfn á Filippseyjum árið 2016 og hefur ýjað að því að hætta ætti leit að gríðarlegum auðæfum sem fjölskylda hans stal. Sumir sjá fyrir sér bandalag Marcos yngri og Söru Duterte, dóttur sitjandi forseta, en hún er borgarstjóri í Davao. Mótframbjóðendur Marcos yngri verða meðal annars Manny Pacquiao, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, og Francisco Domagoso, borgarstjóri höfuðborgarinnar Manila. Orðrómar hafa lengi verið á kreiki um að Sara Duterte gæti hugsað sér að taka við af föður sínum.
Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2. október 2021 21:15 Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31 Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. 23. apríl 2021 12:19 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2. október 2021 21:15
Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31
Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. 23. apríl 2021 12:19