Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Nóbelsnefndarinnar í Stokkhólmi í morgun.
Í rökstuðningi nefndarinnar segir að þeir fái verðlaunin fyrir framlag sitt til að auka grundvallarskilning á eðlisfræðilegum kerfum.
Manabe og Hasselmann deila helming verðlaunanna fyrir að þróa áreiðanleg líkön sem geta spáð fyrir um hlýnun loftslags af mannavöldum. Hagnýtt gildi uppgötvana þrímenninganna er mikið þar sem við finnum fyrir áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum og þurfum því að geta spáð fyrir um þær og áhrif þeirra í nútímanum og framtíðinni.
Parisi far hinn helming verðlaunanna fyrir uppgötvun sína um samspil óreiðu og sveiflna í eðlisfræðilegum kerfum á öllum stærðarskalanum. Lofthjúpur jarðarinnar er flókið kerfi svo uppgötvanirnar tengjast.
Nefndin segir uppgötvanirnar enn eina viðurkenninguna á að þekking okkar á loftslagi jarðar og loftslagsbreytingum af mannavöldum byggi á traustum vísindalegum grunni, mælingum og athugunum og túlkunum.
Handhafarnir munu deila verðlaunafénu, alls tíu milljónum sænskra króna, um 147 milljónum íslenskra króna.
Alls hafa nú 218 manns hlotið Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði frá því að þau voru fyrst afhent árið 1901.
BREAKING NEWS:
— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 5, 2021
The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2021 #NobelPrize in Physics to Syukuro Manabe, Klaus Hasselmann and Giorgio Parisi for groundbreaking contributions to our understanding of complex physical systems. pic.twitter.com/At6ZeLmwa5