Erlent

Leikkona og leikstjóri á leið til geimstöðvarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Geimskotið heppnaðist vel samkvæmt Geimvísindastofnun Rússlands.
Geimskotið heppnaðist vel samkvæmt Geimvísindastofnun Rússlands. Roscosmos

Rússneskri leikkonu, leikstjóra og geimfara var skotið af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í morgun. Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir þrír á leið til geimstöðvarinnar þar sem þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp fyrstu kvikmyndina í geimnum.

Með þeim í geimflauginni er geimfarinn Anton Shkaplerov.

Hópnum var skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan og eru þau nú á braut um jörðu. Áætlað er að Soyus MS-19 geimflaug þeirra tengist geimstöðinni í hádeginu.

Myndin sem taka á upp í geimnum heitir The Challenge og fjallar um skurðlækni sem þarf að framkvæma skurðaðgerð á geimfara sem er of veikur til að verða sendur til jarðar.

Peresild og Shipenko munu svo snúa aftur til jarðar þann 17. október. Það gera þau á öðru Soyuz geimfari en notað verður til að flytja þau til geimstöðvarinnar og með geimfaranum Oleg Novitskiy. Hann er núna um borð í geimstöðinni og hefur verið frá því í apríl.

Fleiri borgarar eru á leið til geimstöðvarinnar á næstu vikum og mánuðum.

Sjá einnig: Hefja tökur í geimnum í næstu viku

Leikkonan Yulia Peresild á leið í geimfarið í morgun.Getty/TASS

Hægt verður að fylgjast með geimferðinni á Youtube-rás Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna í dag. Eins og áður segir er áætlað að geimfarið nái til geimstöðvarinnar um hádegið í dag.
Tengdar fréttir

NASA horfir lengra út í geim

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra.

Boraði fyrstu holuna á Mars

Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.