Gagnrýnir fólk sem neitar að láta bólusetja sig og líkir því við að keyra fullur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 09:31 Klopp liggur ekki á skoðunum sínum. Gareth Copley/AP Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur sent væna pillu á fólk sem neitar að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Líkir hann því við að keyra fullur þar sem þeir einstaklingar setja fjölda fólks í hættu með ákvörðun sinni. Klopp sjálfur segist hafa ráðfært sig við sérfræðing um hvað væri best að gera varðandi Covid-19. „Þannig virkar það: Þegar þú veist ekki hvað á að gera þá ráðfærir þú þig við sérfræðing sem segir þér hvað sé best að gera í tiltekinni stöðu. Það er ástæðan fyrir því að ég lét bólusetja mig, ég er í aldurshóp þar sem veiran gæti reynst erfið viðureignar og ég var mjög glaður þegar ég fékk bólusetninguna. Sérfræðingarnir segja að sem stendur sé bólusetning lausnin við vandamálinu,“ sagði Klopp í viðtali nýverið. We have 99% vaccinated. I don't take the vaccination only to protect me, I take it to protect all people around me. I don't understand why that is a limitation of freedom. If it is then not being allowed to drink drive is a limitation of freedom. #LFC https://t.co/QdSwSTZMIN— James Pearce (@JamesPearceLFC) October 2, 2021 Þá gagnrýndi Klopp fólk sem neitar að láta bólusetja sig. „Þetta er eins og að keyra fullur. Við höfum örugglega öll verið í aðstöðu þar sem við höfum fengið okkur bjór eða tvö og íhugað að keyra en vegna laganna þá megum við ekki keyra svo við keyrum ekki. Þessi lög eru ekki til að vernda mig þegar ég vil keyra eftir að hafa fengið mér tvo bjóra heldur til að vernda allt hitt fólkið á götunni.“ „Ég lét ekki bólusetja mig eingöngu til að vernda sjálfan mig. Ég gerði það einnig til að vernda allt fólkið í kringum mig. Ef ég læt ekki bólusetja mig og fæ Covid-19 þá er það mér að kenna, ef ég smita aðra er það líka mér að kenna en ekki þeim.“ Klopp vill opna umræðuna varðandi stöðu fólks er kemur að bólusetningu. „Við megum ekki spyrja fólk hvort það sé bólusett en ég má spyrja leigubílstjóra hvort hann sé ölvaður. Ef ég mæti fullur til vinnu má senda mig heim eða sekta mig en við megum ekki spyrja fólk (hvort það sé bólusett). Kannski er ég svona barnalegur en ég bara skil þetta ekki.“ Jurgen Klopp has a superb response to the question of footballers (and wider society) being vaccinated, using the analogy of a drunk driver:"The law is not there to protect me, it s there for protecting all the other people because I m drunk or pissed and want to drive a car." pic.twitter.com/r7dbLmTY2z— This Is Anfield (@thisisanfield) October 2, 2021 Liverpool tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag. Þar fær Klopp að kljást við önnur vandamál heldur en þau sem tengjast kórónuveirunni. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Klopp sjálfur segist hafa ráðfært sig við sérfræðing um hvað væri best að gera varðandi Covid-19. „Þannig virkar það: Þegar þú veist ekki hvað á að gera þá ráðfærir þú þig við sérfræðing sem segir þér hvað sé best að gera í tiltekinni stöðu. Það er ástæðan fyrir því að ég lét bólusetja mig, ég er í aldurshóp þar sem veiran gæti reynst erfið viðureignar og ég var mjög glaður þegar ég fékk bólusetninguna. Sérfræðingarnir segja að sem stendur sé bólusetning lausnin við vandamálinu,“ sagði Klopp í viðtali nýverið. We have 99% vaccinated. I don't take the vaccination only to protect me, I take it to protect all people around me. I don't understand why that is a limitation of freedom. If it is then not being allowed to drink drive is a limitation of freedom. #LFC https://t.co/QdSwSTZMIN— James Pearce (@JamesPearceLFC) October 2, 2021 Þá gagnrýndi Klopp fólk sem neitar að láta bólusetja sig. „Þetta er eins og að keyra fullur. Við höfum örugglega öll verið í aðstöðu þar sem við höfum fengið okkur bjór eða tvö og íhugað að keyra en vegna laganna þá megum við ekki keyra svo við keyrum ekki. Þessi lög eru ekki til að vernda mig þegar ég vil keyra eftir að hafa fengið mér tvo bjóra heldur til að vernda allt hitt fólkið á götunni.“ „Ég lét ekki bólusetja mig eingöngu til að vernda sjálfan mig. Ég gerði það einnig til að vernda allt fólkið í kringum mig. Ef ég læt ekki bólusetja mig og fæ Covid-19 þá er það mér að kenna, ef ég smita aðra er það líka mér að kenna en ekki þeim.“ Klopp vill opna umræðuna varðandi stöðu fólks er kemur að bólusetningu. „Við megum ekki spyrja fólk hvort það sé bólusett en ég má spyrja leigubílstjóra hvort hann sé ölvaður. Ef ég mæti fullur til vinnu má senda mig heim eða sekta mig en við megum ekki spyrja fólk (hvort það sé bólusett). Kannski er ég svona barnalegur en ég bara skil þetta ekki.“ Jurgen Klopp has a superb response to the question of footballers (and wider society) being vaccinated, using the analogy of a drunk driver:"The law is not there to protect me, it s there for protecting all the other people because I m drunk or pissed and want to drive a car." pic.twitter.com/r7dbLmTY2z— This Is Anfield (@thisisanfield) October 2, 2021 Liverpool tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag. Þar fær Klopp að kljást við önnur vandamál heldur en þau sem tengjast kórónuveirunni.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira