Innlent

Vanda orðin formaður KSÍ

Samúel Karl Ólason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Vanda á þinginu í dag.
Vanda á þinginu í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag.

Aukaþing Knattspyrnusambands Íslands hófst klukkan ellefu í morgun. Vanda var ein í framboði til formanns en hún tekur við af Guðna Bergssyni sem sagði af sér í lok ágústmánaðar. Vanda er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embætti formanns KSÍ.

Þingfulltrúar KSÍ komu saman til að kjósa nýjan formann og nýja stjórn sem eiga að sitja fram að næsta ársþingi í febrúar.

Aukaþingið er meðal annars að kröfu stjórn íslensk toppfótbolta sem krafðist þess að framkvæmdastjóri KSÍ og stjórn sambandsins létu af störfum eftir að Guðni Bergsson sagði af sér í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Eins og áður segir var Vanda sú eina sem bauð sig fram til formanns. Þau sem buðu sig fram til stjórna voru Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík), Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ), Helga Helgadóttir (Hafnarfirði), Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum), Sigfús Kárason (Reykjavík), Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ).

Þau sem buðu sig fram í varastjórn voru Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík), Margrét Ákadóttir (Akranesi) og Þóroddur Hjaltalín (Akureyri).


Tengdar fréttir

Aron Einar settur út í kuldann áður en kæra lá fyrir

Ákvörðun um að Aron Einar Gunnarsson yrði ekki í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni HM 22 var tekin áður en kæra á hendur honum lá fyrir. Þetta staðfestir Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, í samtali við fréttastofu. Hann segir sambandið fyrst hafa heyrt af kærunni í fjölmiðlum í gær.

Hafnar full­yrðingum Arons Einars og kannast ekkert við af­skipti

Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.