Segir að Mo Salah sé betri en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2021 09:30 Mohamed Salah fagnar öðru marka sinna á móti Porto ásamt Sadio Mane. AP/Luis Vieira Fyrrum leikmaður Liverpool hrósar Mohamed Salah mikið og segir að hann sé kominn fram úr þeim Cristiano Ronaldo og Lionel Messi sem besti fótboltaleikmaður heims í dag. Þetta var Meistaradeildarvika í evrópska fótboltanum og það kom því fáum á óvart að þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafi eignað sér fyrirsagnirnar einu sinni sem oftar. "There s Messi and Ronaldo, who are on their own, but right now they re not as good as Salah."It has been claimed Mohamed Salah is currently the best player in the world https://t.co/bIZGQyDj2Z pic.twitter.com/9LPp8UP7Ew— SPORTbible (@sportbible) September 30, 2021 Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir Paris Saint Germain í sigri á Manchester City á þriðjudagskvöldið og sólarhring síðar skoraði Ronaldo dramatísk sigurmark Manchester United í uppbótatíma. Það var því minni athygli á afrekum Liverpool mannsins Mohamed Salah sem skoraði tvö mörk í 5-1 útisigri liðsins á Porto. Dean Saunders, fyrrum framherji Liverpool, vildi vekja athygli á gæðum Mo Salah og hversu vel hann hefur byrjað þetta tímabil. „Akkúrat núna, hver er betri en hann í heiminum,“ spurði Dean Saunders í þætti í talkSPORT útvarpinu en svaraði svo sjálfur. „Átta mörk í átta leikjum frá hægri vængnum. Hann er ekki að spila fyrir framan markið. Hann lítur út fyrir að vera óstöðvandi,“ sagði Saunders. „Það eru vissulega Messi og Ronaldo, sem eru sér á báti, en einmitt núna þá eru þeir ekki eins góðir og Salah,“ sagði Saunders. Right now, who s better than him? I m ruling Robert Lewandowski & Benzema out of the arguement. They don t play in the Premier League. Dean Saunders feels Mo Salah could be the best player in the world right now pic.twitter.com/VTRLOYsDbK— talkSPORT (@talkSPORT) September 28, 2021 Saunders var spurður hvort hann vildi hafa Salah eða Ronaldo í sínu liði. „Akkúrat núna, Salah. Það er auðvelt að svara Ronaldo en eins og staðan er núna þá myndi ég velja Salah því hann lítur út eins og hann ætli að skora í hverri viku,“ sagði Saunders. Mohamed Salah er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og þrjú mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni. Alls hefur hann skorað 128 mörk í 196 leikjum í þessum tveimur keppnum síðan að hann kom til Liverpool. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Sjá meira
Þetta var Meistaradeildarvika í evrópska fótboltanum og það kom því fáum á óvart að þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafi eignað sér fyrirsagnirnar einu sinni sem oftar. "There s Messi and Ronaldo, who are on their own, but right now they re not as good as Salah."It has been claimed Mohamed Salah is currently the best player in the world https://t.co/bIZGQyDj2Z pic.twitter.com/9LPp8UP7Ew— SPORTbible (@sportbible) September 30, 2021 Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir Paris Saint Germain í sigri á Manchester City á þriðjudagskvöldið og sólarhring síðar skoraði Ronaldo dramatísk sigurmark Manchester United í uppbótatíma. Það var því minni athygli á afrekum Liverpool mannsins Mohamed Salah sem skoraði tvö mörk í 5-1 útisigri liðsins á Porto. Dean Saunders, fyrrum framherji Liverpool, vildi vekja athygli á gæðum Mo Salah og hversu vel hann hefur byrjað þetta tímabil. „Akkúrat núna, hver er betri en hann í heiminum,“ spurði Dean Saunders í þætti í talkSPORT útvarpinu en svaraði svo sjálfur. „Átta mörk í átta leikjum frá hægri vængnum. Hann er ekki að spila fyrir framan markið. Hann lítur út fyrir að vera óstöðvandi,“ sagði Saunders. „Það eru vissulega Messi og Ronaldo, sem eru sér á báti, en einmitt núna þá eru þeir ekki eins góðir og Salah,“ sagði Saunders. Right now, who s better than him? I m ruling Robert Lewandowski & Benzema out of the arguement. They don t play in the Premier League. Dean Saunders feels Mo Salah could be the best player in the world right now pic.twitter.com/VTRLOYsDbK— talkSPORT (@talkSPORT) September 28, 2021 Saunders var spurður hvort hann vildi hafa Salah eða Ronaldo í sínu liði. „Akkúrat núna, Salah. Það er auðvelt að svara Ronaldo en eins og staðan er núna þá myndi ég velja Salah því hann lítur út eins og hann ætli að skora í hverri viku,“ sagði Saunders. Mohamed Salah er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og þrjú mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni. Alls hefur hann skorað 128 mörk í 196 leikjum í þessum tveimur keppnum síðan að hann kom til Liverpool.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Sjá meira