Erlent

Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna

Kjartan Kjartansson skrifar
Alexander Lúkasjenka segist hafa of mikil völd sem forseti og vill breyta stjórnarskrá. Stjórnarandstaðan telur um að brellu sé að ræða tl að festa völd hans í sessi.
Alexander Lúkasjenka segist hafa of mikil völd sem forseti og vill breyta stjórnarskrá. Stjórnarandstaðan telur um að brellu sé að ræða tl að festa völd hans í sessi. Vísir/EPA

Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar.

Mikil mótmæli brutust út í kjölfar umdeildar forsetakosninga í Hvíta-Rússland í ágúst í fyrra. Stjórnarandstaðan sakaði stjórn Lúkasjenka, sem hefur verið forseti frá 1994, um svik. Öryggissveitir Lúkasjenka börðu mótmælin niður af mikilli hörku og leiðtoga stjórnarandstöðunar hafa margir flúið land.

„Eftir síðasta ár skiljum við að það er ekki hægt að leyfa þeim að komast til valda. Því það verða ekki bara við sem verður útrýmt. Þess vegna ætti nýja stjórnarskráin að taka tillit til þessara blæbrigða,“ sagði Lúkasjenka eftir fund með embættismönnum.

Reuters-fréttastofan segir að forsetinn hafi ekki skýrt frekar hvaða breytingar hann vill gera á stjórnarskránni. Forseti stjórnlagadómstóls landsins sagði þó að með nýju stjórnarskránni yrði valdi dreift á milli forseta, ríkisstjórnar og þings.

Breytingarnar eiga einnig að festa í sessi svokallaðan þjóðfund sem Lúkasjenka setti á fót fyrr á þessu ári þrátt fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar. Á fundinum áttu fyrst og fremst sæti stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í sveitar- og héraðsstjórnum og embættismenn hennar.

Forsetinn hefur haldið því fram að hann ætli sér að stíga til hliðar eftir að nýja stjórnarskráin verður að veruleika.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×