Erlent

Á þriðja tug á sjúkra­hús eftir sprengingu í í­búða­húsi í Gauta­borg

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er ljóst hvað olli sprengingunni en mikill eldur braust út í fjölda íbúða á þremur stigagöngum í kjölfar hennar.
Ekki er ljóst hvað olli sprengingunni en mikill eldur braust út í fjölda íbúða á þremur stigagöngum í kjölfar hennar. Skjáskot/SVT

Fjöldi fólks er alvarlega slasaður eftir að mikil sprenging varð í íbúðahúsi í hverfinu Annedal í miðsvæðis í sænsku borginni Gautaborg snemma í morgun.

Að minnsta kosti 23 hafa verið fluttir á sjúkrahús og segir talsmaður Sahlgrenska sjúkrahússins að þrjár konur hið minnsta séu alvarlega slasaðar.

Sænskir fjölmiðlar segja mikið björgunar- og slökkvistarf nú fara fram á staðnum. Mikinn reyk hefur lagt frá byggingunni og var mörg hundruð manns gert að yfirgefa heimili sín í morgunsárið.

Ekki er ljóst hvað olli sprengingunni en mikill eldur braust út í fjölda íbúða í þremur stigagöngum í kjölfar hennar. Útkallið kom rétt fyrir klukkan fimm staðartíma, eða þrjú að íslenskum tíma.

Jon Pile, talsmaður lögreglu, segist vita til þess að margir í húsinu hafi stokkið út eða látið sig síga út um glugga eða svölum byggingarinnar.

Ingrid Fredriksson, talsmaður Sahlgrenska, segir að þær konur sem séu alvarlega slasaðar séu á aldrinum sextíu og níutíu ára.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×