Íslenski boltinn

Víkingar eru ó­væntustu Ís­lands­meistararnir í sögunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum eftir lokaflautið gall á laugardaginn en hann þurfti að vera í stúkunni af því að hann tók úr leikbann.
Kári Árnason fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum eftir lokaflautið gall á laugardaginn en hann þurfti að vera í stúkunni af því að hann tók úr leikbann. Vísir/Hulda Margrét

Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn um helgina og settu um leið nýtt met. Aldrei hefur Íslandsmeisturum verið spáð lakara gengi fyrir tímabilið.

Í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna í Pepsi Max deild karla þá var Víkingsliðinu aðeins spáð sjöunda sæti. Þeir enduðu sex sætum ofar og tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í þrjá áratugi.

Liðin sem áttu að enda ofar en Víkingur voru Breiðablik, Valur, FH, KR, Stjarnan og KA en ekkert þeirra náði því.

Með því að rústa þessum hrakspám fyrir tímabilið og vinna titilinn geta Víkingar nú gert tilkall til þess að vera óvæntustu Íslandsmeistarar sögunnar.

Víkingar slógu út tvo mjög óvænta meistara eða KA frá 1989 og ÍA frá 2001. Báðum þeim liðum var spá fimmta sæti fyrir mót.

Víkingar eru því fyrstu Íslandsmeistararnir sem var spá í neðri hluta í spánni fyrir mót.

Íslandsmeisturum í knattspyrnu karla sem spáð var lakasta árangri fyrir tímabilið:

(Spáin hefur verið árleg frá 1985)

 • 7. sæti Víkingur 2021
 • 5. sæti ÍA 2001
 • 5. sæti KA 1989
 • 4. sæti Stjarnan 2014
 • 4. sæti KR 2002
 • 4. sæti Víkingur 1991
 • 3. sæti Valur 2017
 • 3. sæti Breiðablik 2010
 • 3. sæti Valur 2007
 • 3. sæti FH 2004
 • 3. sæti ÍBV 1997Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.