Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í fyrri hálfleik og staðan var því 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Heimamenn í Southampton voru sterkari aðilinn í leiknum, en það breytti því ekki að það var Raul Jiminez sem kom Wolves í 1-0 forystu eftir klukkutíma leik.
Heimamenn í Southampton gerðu hvað þeir gátu til að reyna að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki og það voru því leikmenn Wolves sem fögnuðu 1-0 sigri.
Wolves er nú með sex stig eftir jafn marga leiki í 13. sæti deildarinnar. Southampton situr þrem sætum neðar með fjögur stig.