Enski boltinn

Úlfarnir höfðu betur gegn Dýrlingunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
raul jiminez skoraði eina mark leiksins þegar að Wolves vann 1-0 útisigur gegn Southampton í dag.
raul jiminez skoraði eina mark leiksins þegar að Wolves vann 1-0 útisigur gegn Southampton í dag. Steve Bardens/Getty Images

Southampton tók á móti Wolves í fyrri leik dagsins í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Byrjun Úlfanna á tímabilinu hefur verið langt undir væntingum, en þeir unnu góðan 1-0 sigur í dag.

Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í fyrri hálfleik og staðan var því 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Heimamenn í Southampton voru sterkari aðilinn í leiknum, en það breytti því ekki að það var Raul Jiminez sem kom Wolves í 1-0 forystu eftir klukkutíma leik.

Heimamenn í Southampton gerðu hvað þeir gátu til að reyna að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki og það voru því leikmenn Wolves sem fögnuðu 1-0 sigri.

Wolves er nú með sex stig eftir jafn marga leiki í 13. sæti deildarinnar. Southampton situr þrem sætum neðar með fjögur stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.