Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2021 23:00 Alríkislögreglan leitar nú Brian Laundrie, unnusta Gabrielle Petito sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming. Getty/Octavio Jones Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. Gabrielle „Gabby“ Petito hafði verið á ferðalagi með unnusta sínum, Brian Laundrie, í breyttum sendiferðabíl þegar hún hvarf í ágúst. Laundrie sneri svo einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hafði orðið um hana. Laundrie hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Laundrie ber ekki stöðu grunaðs í málinu en hann er svokölluð „person of interest“ sem þýðir að lögregla vilji ná af honum tali vegna rannsóknar málsins. Alríkislögreglan sagði í yfirlýsingu í dag að hún óskaði upplýsingum frá fólki sem gæti hafa hitt eða orðið vart við Petito eða Laundrie. Þá hafa þeir sem voru staddir á Spread Creek tjaldsvæðinu í Bridger-Teton þjóðgarðinum í lok ágúst verið beðnir að hafa samband við Alríkislögregluna. Sama gildi um fólk sem gæti hafa séð sendiferðabílinn þeirra. Leit að Laundrie stendur nú yfir á Carlton náttúruverndarsvæðinu í Flórída en ekkert hefur enn fundist. Foreldrar Laundries greindu yfirvöldum frá því að hann hafi í síðustu viku ýjað að því að hann ætlaði að ganga verndarsvæðið á enda einn. Svæðið er erfitt yfirferðar, enda um 75 prósent undir vatni, það er fenjasvæði. Landverðir munu því aðstoða lögreglu við að kemba svæðið, sem er aðeins í um 20 mínútna fjarlægð frá heimili Laundrie. Lögreglan gerði í byrjun vikunnar leit á heimili Laundrie. Fram kemur í leitarheimildinni, sem var birt í dag, að síðustu skilaboðin sem send voru úr síma Petito til móður hennar, Nicole Schmidt, hafi verið skrítin og að Schmidt hafi verið áhyggjufull eftir að hún las þau. Skilaboðin sögðu: „Geturðu hjálpað Stan, ég fæ endalaus talskilaboð frá honum og hann hringir stanslaust í mig.“ Stan er afi Gabby en móðir hennar segir að hún hafi aldrei kallað hann þessu nafni. Þá greindi lögreglan í Utah frá því að hún hafi þurft að hafa afskipti af parinu þann 12. ágúst. Símhringing sem barst neyðarlínunni í Utah var birt þar sem hringjandinn segir frá því að hann hafi orði vitni að pari í hávaðarifrildi. Hann hafi séð manninn, Laundrie, slá konuna, Petito. Hægt er að hlusta á símtalið í frétt Washington Post. Þegar lögreglan kom á staðinn virtist Petito í miklu uppnámi og grátandi. Lögreglan mat það svo að Petito hafi veist að Laundrie, að hún hafi verið að slá hann, og parið var aðskilið yfir nóttina. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54 Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Gabrielle „Gabby“ Petito hafði verið á ferðalagi með unnusta sínum, Brian Laundrie, í breyttum sendiferðabíl þegar hún hvarf í ágúst. Laundrie sneri svo einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hafði orðið um hana. Laundrie hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Laundrie ber ekki stöðu grunaðs í málinu en hann er svokölluð „person of interest“ sem þýðir að lögregla vilji ná af honum tali vegna rannsóknar málsins. Alríkislögreglan sagði í yfirlýsingu í dag að hún óskaði upplýsingum frá fólki sem gæti hafa hitt eða orðið vart við Petito eða Laundrie. Þá hafa þeir sem voru staddir á Spread Creek tjaldsvæðinu í Bridger-Teton þjóðgarðinum í lok ágúst verið beðnir að hafa samband við Alríkislögregluna. Sama gildi um fólk sem gæti hafa séð sendiferðabílinn þeirra. Leit að Laundrie stendur nú yfir á Carlton náttúruverndarsvæðinu í Flórída en ekkert hefur enn fundist. Foreldrar Laundries greindu yfirvöldum frá því að hann hafi í síðustu viku ýjað að því að hann ætlaði að ganga verndarsvæðið á enda einn. Svæðið er erfitt yfirferðar, enda um 75 prósent undir vatni, það er fenjasvæði. Landverðir munu því aðstoða lögreglu við að kemba svæðið, sem er aðeins í um 20 mínútna fjarlægð frá heimili Laundrie. Lögreglan gerði í byrjun vikunnar leit á heimili Laundrie. Fram kemur í leitarheimildinni, sem var birt í dag, að síðustu skilaboðin sem send voru úr síma Petito til móður hennar, Nicole Schmidt, hafi verið skrítin og að Schmidt hafi verið áhyggjufull eftir að hún las þau. Skilaboðin sögðu: „Geturðu hjálpað Stan, ég fæ endalaus talskilaboð frá honum og hann hringir stanslaust í mig.“ Stan er afi Gabby en móðir hennar segir að hún hafi aldrei kallað hann þessu nafni. Þá greindi lögreglan í Utah frá því að hún hafi þurft að hafa afskipti af parinu þann 12. ágúst. Símhringing sem barst neyðarlínunni í Utah var birt þar sem hringjandinn segir frá því að hann hafi orði vitni að pari í hávaðarifrildi. Hann hafi séð manninn, Laundrie, slá konuna, Petito. Hægt er að hlusta á símtalið í frétt Washington Post. Þegar lögreglan kom á staðinn virtist Petito í miklu uppnámi og grátandi. Lögreglan mat það svo að Petito hafi veist að Laundrie, að hún hafi verið að slá hann, og parið var aðskilið yfir nóttina.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54 Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25
Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54
Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21