Erlent

Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá aðgerð lögreglu við heimili fjölskyldu Laundrie á Flórída í gær. Laundrie sjálfs hefur verið saknað frá því á þriðjudag.
Frá aðgerð lögreglu við heimili fjölskyldu Laundrie á Flórída í gær. Laundrie sjálfs hefur verið saknað frá því á þriðjudag. AP/Curt Anderson

Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag.

Petito var 22 ára gömul en ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún og Brian Laundrie, 23 ára gamall unnusti hennar, voru saman á ferðalagi í Wyoming í ágúst. Parið hafði verið á ferðalagi frá því í byrjun júlí og skrásett það í fjölda myndbanda á samfélagsmiðlum. 

Laundrie kom einn heim úr ferðalaginu í byrjun þessa mánaðar og neitaði að veita fjölskyldu Petito og lögreglu nokkrar upplýsingar um afdrif hennar. Hans hefur nú verið saknað frá því á þriðjudag í síðustu viku. Lögregla leitaði hans í fenjum á sunnanverðu Flórída um helgina.

Washington Post segir að lögregla hafi fengið heimild til að leggja hald á tölvu og flakkara í eigu Laundie. Fulltrúar alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili foreldra hans í bænum North Port á Flórída.

Sá Laundrie slá Petito í Utah

Lík sem fannst í þjóðgarði í Wyoming á sunnudag er talið verið af Petito en réttarmeinarannsókn er ekki lokið. Kryfja átti líkið í dag.

Eftir að Petito hvarf birti lögregla í Utah myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af þeim Laundrie í ágúst. Tilkynning hafði borist frá vegafaranda um par að rífast og að maðurinn hefði slegið konuna. Á myndbandi lögregluþjónanna sást Petito í miklu uppnámi en Laundrie lýsti rifrildinu sem „minniháttar stimpingum“.

Lögreglumennirnir skipuðu Laundrie að gista á hóteli þá um nóttina á meðan Petito varð eftir í breyttum sendiferðabíl sem þau ferðuðumst um landið á.

Brian Laundrie á upptöku lögreglumanns sem hafði afskipti af parinu í Utah í ágúst. TIlkynnt var um að Laundrie hefði slegið Petito. Skipuðu lögreglumenn þeim að eyða nóttina hvort í sínu lagi.AP/lögreglan í Moab


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.