R. Kelly mun ekki bera vitni í eigin máli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2021 18:28 R. Kelly mun ekki stíga í vitnastúku í eigin máli. getty/Antonio Perez Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans. Lögmenn Kellys höfðu þegar lýst því yfir að ólíklegt væri að hann settist upp í vitnastúku. Talið er líklegt að vitnaleiðslum muni ljúka í dag og að málflutningur hefjist á næstu dögum. Fréttastofa AP greinir frá. Verjendur Kellys hafa að miklu leyti stólað á vitnisburði fjölda fyrrverandi starfsmanna Kellys og annarra kunningja hans, sem hafa reynt að grafa undan ásökunum um að hann hafi kynferðislega brotið á konum, stúlkum og drengjum á þrjátíu ára tónlistarferli sínum. Flest vitni verjendanna hafa sagt að þau hafi aldrei séð Kelly misnota neinn og einn sagði Kelly alltaf hafa komið vel fram við kærustur sínar. Annar viðurkenndi að Kelly bæri ábyrgð á því að tónlistarferill hans hafi tekið á flug. Til samanburðar hafa saksóknarar kallað til tugi vitna síðan aðalmeðferð málsins hófst í Alríkisdómstóli í Brooklyn þann 18. ágúst síðastliðinn. Þar á meðal hefur verið fjöldi kvenna og tveir karlmenn sem hafa sakað Kelly um kynferðisofbeldi gegn sér. Flest voru þau sammála um það að Kelly hafi nýtt sér umboðsmenn sína, lífverði og aðstoðarmenn til að lokka til hans möguleg fórnarlömb á tónleikum Kellys, í verslunarmiðstöðvum og á skyndibitastöðum sem hann heimsótti reglulega. Í vitnisburði allra ásakendanna kom fram að þegar þeir hafi kynnst Kelly hafi hann beitt þá kynferðislegu- og andlegu ofbeldi. Fyrstu tilfellin má rekja til tíunda áratugar síðustu aldar. Einn fyrrverandi starfsmaður Kellys bar vitni fyrir dómi þar sem hann ýjaði að því að starfsmenn hafi fengið borgað til að horfa fram hjá misnotkuninni. Kelly hefur ítrekað neitað sök og heldur því fram að allir ásakendur hans séu aðdáendur sem hafi viljað notfæra sér frægð hans og frama þar til MeToo bylgjan hófst. Þá hafi þessir „aðdáendur“ snúist gegn honum. Mál R. Kelly MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44 Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Lögmenn Kellys höfðu þegar lýst því yfir að ólíklegt væri að hann settist upp í vitnastúku. Talið er líklegt að vitnaleiðslum muni ljúka í dag og að málflutningur hefjist á næstu dögum. Fréttastofa AP greinir frá. Verjendur Kellys hafa að miklu leyti stólað á vitnisburði fjölda fyrrverandi starfsmanna Kellys og annarra kunningja hans, sem hafa reynt að grafa undan ásökunum um að hann hafi kynferðislega brotið á konum, stúlkum og drengjum á þrjátíu ára tónlistarferli sínum. Flest vitni verjendanna hafa sagt að þau hafi aldrei séð Kelly misnota neinn og einn sagði Kelly alltaf hafa komið vel fram við kærustur sínar. Annar viðurkenndi að Kelly bæri ábyrgð á því að tónlistarferill hans hafi tekið á flug. Til samanburðar hafa saksóknarar kallað til tugi vitna síðan aðalmeðferð málsins hófst í Alríkisdómstóli í Brooklyn þann 18. ágúst síðastliðinn. Þar á meðal hefur verið fjöldi kvenna og tveir karlmenn sem hafa sakað Kelly um kynferðisofbeldi gegn sér. Flest voru þau sammála um það að Kelly hafi nýtt sér umboðsmenn sína, lífverði og aðstoðarmenn til að lokka til hans möguleg fórnarlömb á tónleikum Kellys, í verslunarmiðstöðvum og á skyndibitastöðum sem hann heimsótti reglulega. Í vitnisburði allra ásakendanna kom fram að þegar þeir hafi kynnst Kelly hafi hann beitt þá kynferðislegu- og andlegu ofbeldi. Fyrstu tilfellin má rekja til tíunda áratugar síðustu aldar. Einn fyrrverandi starfsmaður Kellys bar vitni fyrir dómi þar sem hann ýjaði að því að starfsmenn hafi fengið borgað til að horfa fram hjá misnotkuninni. Kelly hefur ítrekað neitað sök og heldur því fram að allir ásakendur hans séu aðdáendur sem hafi viljað notfæra sér frægð hans og frama þar til MeToo bylgjan hófst. Þá hafi þessir „aðdáendur“ snúist gegn honum.
Mál R. Kelly MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44 Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44
Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48
Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14