Biden og Macron vilja byggja upp traust aftur Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2021 18:35 Joe Biden og Emmanuel Macron. EPA/PHIL NOBLE Sendiherra Frakklands mun snúa aftur til Washington DC í næstu viku. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði sendiherrann heim eftir að Bandaríkjamenn, Ástralar og Bretar tilkynntu nýjan varnarsáttmála. Sá sáttmáli felur í sér að Ástralar kaupa kjarnorkuknúna kafbáta frá Bandaríkjunum en þá hættu Ástralar við að kaupa rafmagnsknúna kafbáta af Frökkum. Ráðamenn í Frakklandi brugðust reiðir við þessari tilkynningu. Meðal annars sögðu þeir Bandaríkjamenn hafa stungið þá í bakið og líktu Biden við Donald Trump, fyrrverandi forseta. Eins og áður segir var franski sendiherrann kallaður heim og var það í fyrsta skipti sem það er gert á þeim rúmu tveimur öldum sem ríkin hafa átt í pólitískum samskiptum. Frakkar eru taldir verða af minnst 66 milljörðum Bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Sjá einnig: Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvöfeldni og lygar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Macron töluðu saman í síma í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að þeir hafi komist að samkomulagi um frekari viðræður og samráð til að tryggja traust milli ríkjanna. Þá ákváðu þeir að hittast í Evrópu í október og ræða frekar saman, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að Biden og Macron hafi verið sammála um að betra hefði verið að Bandaríkjamenn hefðu rætt málið við bandamenn sína í Evrópu. Höfðu rætt áhyggjur sínar opinberlega Ráðamenn í Ástralíu sögðu fyrr í vikunni að ákvörðun þeirra hefði ekki átt að koma Frökkum á óvart. Ástralar hefðu gert áhyggjur sínar af töfum og kostnaði, auk þess sem þeir höfðu áhyggjur af notagildi rafmagnskafbáta í Kyrrahafinu. Í frétt Reuters segir að þessar áhyggjur hafi verið ræddar í ástralska þinginu á undanförnum árum. Meðal annars um það að samningurinn hafði hækkað úr 40 milljörðum dala í 60 milljarða og það áður en byrjað var að smíða einn einasta kafbát. Kjarnorkuknúnir kafbátar eru mun öflugri en kafbátar sem eru keyrðir af díselolíu og rafmagni. Hægt er að sigla þeim mun hraðar, lengur og lengra og þar að auki þarf ekki að sigla þeim reglulega við yfirborðið til að hlaða rafgeyma. Frakkland Bandaríkin Ástralía Bretland Suður-Kínahaf Kína Joe Biden Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Sá sáttmáli felur í sér að Ástralar kaupa kjarnorkuknúna kafbáta frá Bandaríkjunum en þá hættu Ástralar við að kaupa rafmagnsknúna kafbáta af Frökkum. Ráðamenn í Frakklandi brugðust reiðir við þessari tilkynningu. Meðal annars sögðu þeir Bandaríkjamenn hafa stungið þá í bakið og líktu Biden við Donald Trump, fyrrverandi forseta. Eins og áður segir var franski sendiherrann kallaður heim og var það í fyrsta skipti sem það er gert á þeim rúmu tveimur öldum sem ríkin hafa átt í pólitískum samskiptum. Frakkar eru taldir verða af minnst 66 milljörðum Bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Sjá einnig: Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvöfeldni og lygar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Macron töluðu saman í síma í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að þeir hafi komist að samkomulagi um frekari viðræður og samráð til að tryggja traust milli ríkjanna. Þá ákváðu þeir að hittast í Evrópu í október og ræða frekar saman, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að Biden og Macron hafi verið sammála um að betra hefði verið að Bandaríkjamenn hefðu rætt málið við bandamenn sína í Evrópu. Höfðu rætt áhyggjur sínar opinberlega Ráðamenn í Ástralíu sögðu fyrr í vikunni að ákvörðun þeirra hefði ekki átt að koma Frökkum á óvart. Ástralar hefðu gert áhyggjur sínar af töfum og kostnaði, auk þess sem þeir höfðu áhyggjur af notagildi rafmagnskafbáta í Kyrrahafinu. Í frétt Reuters segir að þessar áhyggjur hafi verið ræddar í ástralska þinginu á undanförnum árum. Meðal annars um það að samningurinn hafði hækkað úr 40 milljörðum dala í 60 milljarða og það áður en byrjað var að smíða einn einasta kafbát. Kjarnorkuknúnir kafbátar eru mun öflugri en kafbátar sem eru keyrðir af díselolíu og rafmagni. Hægt er að sigla þeim mun hraðar, lengur og lengra og þar að auki þarf ekki að sigla þeim reglulega við yfirborðið til að hlaða rafgeyma.
Frakkland Bandaríkin Ástralía Bretland Suður-Kínahaf Kína Joe Biden Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira