Erlent

Látin eftir stungu­á­rás á vinnu­mála­skrif­stofu í Bergen

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Bergen í Noregi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Bergen í Noregi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Kona á sextugsaldri er látin eftir hníftunguárás manns sem réðst inn á vinnumálaskrifstofu í Bergen í Noregi í morgun.

Norskir fjölmiðlar segja frá því að maðurinn hafi stungið tvær konur, starfsmenn skrifstofunnar. Um eittleytið í dag var svo greint frá því að önnur þeirra hafi látist af sárum sínum. 

Hin konan sem særðist er á fertugsaldri og dvelur ná sjúkrahúsi. Hún er ekki alvarlega særð.

Tilkynnt var um árásina upp úr klukkan 10 að staðartíma í morgun. Hún átti sér stað á skrifstofu norsku Vinnumálastofnunarinnar við Danmerkurtorg í hverfinu Årstad í Bergen.

Árásarmaðurinn , sem er á fertugsaldri, var handtekinn á vettvangi af lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×