Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 18:56 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Víkingar lentu undir gegn KR en létu það ekki á sig fá. Atli Barkarson jafnaði metin og varamaðurinn Helgi Guðjónsson kom Víkingum 2-1 yfir undir lok leiks. Í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd eftir að Kári virtist handleika knöttinn er hann stökk fyrir boltann upp við eigið mark. Vítaspyrna dæmd en Ingvar Jónsson vari spyrnu Pálma Rafns Pálmasonar og Víkingar því komnir á toppinn þar sem Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði. „Ég bara, VÁ! Þetta var rosalegt,“ sagði Arnar aðspurður hvernig sér liði rétt eftir að flautað var til leiksloka. „Ég sagði að það myndi eitthvað gerast í lokaumferðunum. Ég meina … þetta er fáránlegt. þetta er ótrúlegt, ótrúlegt! Ég missti mig bara, ég er búinn að vera í þessum leik lengi en þetta var óraunverulegt.“ „Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að halda haus. Fyrri hálfleikur var flottur en menn voru þungir eftir bikarleikinn (þar sem Víkingur vann 1-0 sigur á Fylki í framlengdum leik). Það hefur samt allt gengið upp í sumar og við megum fagna núna. Svo er bara einbeiting á næsta leik. Þetta er auðvitað ekki búið svo við verðum að ná okkur niður og einbeita okkur að lokaleiknum.“ Um toppbaráttu Víkings og Breiðabliks „Bæði lið eiga bara skilið að vinan þessa deild. Bæði búin að vera frábær í sumar. Við erum með yfirhöndina sem stendur en þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni, æfa vel og þá klárum við þetta.“ Um vítaspyrnuna „Það leið svo langur tími, ég veit ekki hvað var dæmt á. Ég hélt þeir væru að fá hornspyrnu, línuvörðurinn hlýtur að hafa séð eitthvað. Ég bara veit það ekki.“ „Ég ætla að opna eina rauðvín í kvöld og horfa á leikinn svona þrisvar sinnum,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Víkingar lentu undir gegn KR en létu það ekki á sig fá. Atli Barkarson jafnaði metin og varamaðurinn Helgi Guðjónsson kom Víkingum 2-1 yfir undir lok leiks. Í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd eftir að Kári virtist handleika knöttinn er hann stökk fyrir boltann upp við eigið mark. Vítaspyrna dæmd en Ingvar Jónsson vari spyrnu Pálma Rafns Pálmasonar og Víkingar því komnir á toppinn þar sem Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði. „Ég bara, VÁ! Þetta var rosalegt,“ sagði Arnar aðspurður hvernig sér liði rétt eftir að flautað var til leiksloka. „Ég sagði að það myndi eitthvað gerast í lokaumferðunum. Ég meina … þetta er fáránlegt. þetta er ótrúlegt, ótrúlegt! Ég missti mig bara, ég er búinn að vera í þessum leik lengi en þetta var óraunverulegt.“ „Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að halda haus. Fyrri hálfleikur var flottur en menn voru þungir eftir bikarleikinn (þar sem Víkingur vann 1-0 sigur á Fylki í framlengdum leik). Það hefur samt allt gengið upp í sumar og við megum fagna núna. Svo er bara einbeiting á næsta leik. Þetta er auðvitað ekki búið svo við verðum að ná okkur niður og einbeita okkur að lokaleiknum.“ Um toppbaráttu Víkings og Breiðabliks „Bæði lið eiga bara skilið að vinan þessa deild. Bæði búin að vera frábær í sumar. Við erum með yfirhöndina sem stendur en þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni, æfa vel og þá klárum við þetta.“ Um vítaspyrnuna „Það leið svo langur tími, ég veit ekki hvað var dæmt á. Ég hélt þeir væru að fá hornspyrnu, línuvörðurinn hlýtur að hafa séð eitthvað. Ég bara veit það ekki.“ „Ég ætla að opna eina rauðvín í kvöld og horfa á leikinn svona þrisvar sinnum,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti