Enski boltinn

Klopp mjög sáttur með sigur í erfiðum leik: „Vorum ekki að spila frá­bær­lega“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp í leik dagsins.
Klopp í leik dagsins. Clive Brunskill/Getty Images

„Einn erfiðasti 3-0 sigur sem ég hef upplifað,“ sagði Jürgen Klopp um sigur Liverpool á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Við þurftum að gefa allt í leikinn, mikið af hörðum – en sanngjörnum – tæklingum. Við þurftum að vera mjög tilbúnir í öllum aðstæðum. Áttum erfitt við boltana sem þeir sendu á bakvið bakverðina okkar,“ sagði sá þýski um leik dagsins.

„Við þurftum að hlaupa mikið í dag. Þessi miðvikudags/laugardags ryðmi er mjög erfiður en við náðum að standa okkur og skoruðum þrjú frábær mörk og nýttum föst leikatriði mjög vel. Það er mikilvægt í leik sem þessum. Þetta eru þeir leikir sem þú þarft að vinna þó þú sért ekki að spila frábærlega.“

„Við vorum ekki að spila frábærlega og þurftum að vinna fyrir því að spila svona vel. Mér líkar vel við það. Þegar þú horfir til baka á svona leiki er það mjög gaman. Þetta er einn af þessum mikilvægu leikjum.“

Um nýjan miðvörð Liverpool

„Þú getur séð hæfileikana, þeir eru gríðarlegir. Hann er vanur að vinna tæklingar auðveldlega. Hann er ungur og spilaði mjög vel. Frábær viðbót. Fyrsti heimaleikurinn hjá honum,“ sagði Klopp um Ibrahima Konate.

„Hann var með verk í kálfanum. Ég veit ekki stöðuna en vonandi ekkert of alvarlegt,“ sagði Klopp að lokum um Thiago sem fór meiddur af velli í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.