Fótbrotnaði í leik í ensku kvennadeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2021 12:30 Læknar Manchester City huga að Esme Morgan sem liggur sárþjáð á grasinu. Getty/Visionhaus Varnarmaður Manchester City meiddist illa í leik á móti Tottenham í úrvalsdeild kvenna í fyrrakvöld. Hin tvítuga Esme Morgan hjá Manchester City var borin af velli eftir slæmt samstuð við Tottenham leikmanninn Ashleigh Neville. Eftir leikmenn staðfesti Manchester City að Morgan hefði fótbrotnað í samstuðinu og væri á leiðinni í aðgerð á hægri fæti. „Varnarmaðurinn mun fara fljótlega í aðgerð á hægri fæti og síðan tekur við endurhæfing á vegum félagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá Manchester City. Manchester City have announced defender Esme Morgan suffered a broken leg against Tottenham last Sunday.— SkySportsWSL (@SkySportsWSL) September 15, 2021 „Allir hjá City óska Esme alls hins besta í endurhæfingunni og við munum gefa henni allan þann stuðning sem hún þarf,“ sagði ennfremur í tilkynningu City. Steph Houghton, fyrirliði Manchester City og enska landsliðsins hafði áhyggjur af henni. „Við athuguðum með hana í hálfleik og svo auðvitað eftir leikinn líka. Við höfum síðan verið í sambandi við hana í gegnum skilaboðakerfin til að fá að vita það hvernig hún hefur það,“ sagði Steph Houghton. „Hún verður pottþétt enskur landsleikmaður. Hún er svo einbeitt, í svo góðu formi og elskar að spila fótbolta. Hún er líka svo klár. Ég elska að hafa hana sem hægri bakvörð við hlið mér. Hún hefur staðið sig mjög vel í síðustu þremur til fjórum leikjum og hún á framtíðina fyrir sér. Vonandi eru meiðslin ekki of slæm og að við sjáum hana sem fyrst aftur inn á grasinu,“ sagði Houghton. Manchester City's and England's Esme Morgan suffered a broken leg in their match against Tottenham.#bbcwsl— BBC Sport (@BBCSport) September 15, 2021 Esme Morgan heldur því upp á 21. árs afmælið sitt á meiðslalistanum en hún á afmæli í næsta mánuði. Hún er uppalin hjá Manchester City. Hún kom aftur í City á síðasta tímabili eftir að hafa verið lánuð til Everton 2019-20 tímabilið. Morgan hefur spilað fyrir yngri landslið Englending en hefur ekki verið valin í A-landsliðið. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Hin tvítuga Esme Morgan hjá Manchester City var borin af velli eftir slæmt samstuð við Tottenham leikmanninn Ashleigh Neville. Eftir leikmenn staðfesti Manchester City að Morgan hefði fótbrotnað í samstuðinu og væri á leiðinni í aðgerð á hægri fæti. „Varnarmaðurinn mun fara fljótlega í aðgerð á hægri fæti og síðan tekur við endurhæfing á vegum félagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá Manchester City. Manchester City have announced defender Esme Morgan suffered a broken leg against Tottenham last Sunday.— SkySportsWSL (@SkySportsWSL) September 15, 2021 „Allir hjá City óska Esme alls hins besta í endurhæfingunni og við munum gefa henni allan þann stuðning sem hún þarf,“ sagði ennfremur í tilkynningu City. Steph Houghton, fyrirliði Manchester City og enska landsliðsins hafði áhyggjur af henni. „Við athuguðum með hana í hálfleik og svo auðvitað eftir leikinn líka. Við höfum síðan verið í sambandi við hana í gegnum skilaboðakerfin til að fá að vita það hvernig hún hefur það,“ sagði Steph Houghton. „Hún verður pottþétt enskur landsleikmaður. Hún er svo einbeitt, í svo góðu formi og elskar að spila fótbolta. Hún er líka svo klár. Ég elska að hafa hana sem hægri bakvörð við hlið mér. Hún hefur staðið sig mjög vel í síðustu þremur til fjórum leikjum og hún á framtíðina fyrir sér. Vonandi eru meiðslin ekki of slæm og að við sjáum hana sem fyrst aftur inn á grasinu,“ sagði Houghton. Manchester City's and England's Esme Morgan suffered a broken leg in their match against Tottenham.#bbcwsl— BBC Sport (@BBCSport) September 15, 2021 Esme Morgan heldur því upp á 21. árs afmælið sitt á meiðslalistanum en hún á afmæli í næsta mánuði. Hún er uppalin hjá Manchester City. Hún kom aftur í City á síðasta tímabili eftir að hafa verið lánuð til Everton 2019-20 tímabilið. Morgan hefur spilað fyrir yngri landslið Englending en hefur ekki verið valin í A-landsliðið.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira