Erlent

Duterte hafnar samvinnu í rannsókn á fíkniefnastríði hans

Kjartan Kjartansson skrifar
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur áður manað ICC til þess að rétta yfir sér. Hann sagði Filippseyjar frá stofnsáttmála dómstólsins fyrir þremur árum.
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur áður manað ICC til þess að rétta yfir sér. Hann sagði Filippseyjar frá stofnsáttmála dómstólsins fyrir þremur árum. Vísir/EPA

Stjórnvöld á Filippseyjum ætla ekki vinna með fulltrúum Alþjóðsakamáladómstólsins (ICC) á hvort að þau hafi framið glæpi gegn mannkyninu í stríði Rodrigo Duterte forseta gegn fíkniefnagengjum.

Þúsundir manna hafa verið drepnar í herför Duterte, margir þeirra utan dóms og laga. Dómarar við Alþjóðasakamáladómstólinn samþykktu að hefja formlega rannsókn á aðgerðum filippseyska forsetans í gær.

Þeir féllust á með saksóknurum að fíkniefnastríðið væri ekki lögmæt lögregluaðgerð heldur kerfisbundin árás á óbreytta borgara, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Salavador Panelo, lögfræðilegur ráðgjafi Duterte, brást við ákvörðun ICC með því að halda því fram að dómstóllinn hefði ekki lögsögu til að rannsaka málið. Stjórnvöld ætli ekki að hleypa rannsakendum dómstólsins inn í landið.

Duterte sagði Filippseyjar frá ICC í mars árið 2018 en reglur dómstólsins veita honum heimild til að rannsaka glæpi sem voru framdir á tímabilinu 2016 til 2019. Forsetinn er enn vinsæll heima fyrir og stefnir á framboð til varaforseta eftir að sex ára kjörtímabili hans sem forseta lýkur næsta sumar. 


Tengdar fréttir

Sam­þykkir að verða vara­for­seta­efni flokksins á næsta ári

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur samþykkt að verða varaforsetaefni stjórnarflokksins í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir að Duterte geti boðið sig sjálfur fram sem forseti á næsta ári og er þetta af mörgum talin leið fyrir forsetann til að framlengja valdatíma sinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.