Erlent

Hafnar orðrómi um ósætti og segir talíbana bundna sterkum böndum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Liðsmenn talíbana í Kabúl.
Liðsmenn talíbana í Kabúl. epa

Aðstoðarforsætisráðherra talíbana í Afganistan og einn valdamesti maður landsins, Mullah Abdul Ghani Baradar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar algjörlega sögusögnum um mikið ósætti á milli helstu leiðtoga talíbana.

Ekkert hafði sést til Baradar síðustu daga og var fullyrt að slegið hefði í brínu á milli hans og þeirra sem tilheyra Haqqani samtökunum, sem eru áhrifamikil innan hreyfingar talíbana.

Baradar segist í myndbandi sem hann sendi frá sér vera við hestaheilsu og að ekkert sé hæft í sögum af ósætti. Hann segist aðeins hafa þurft að bregða sér af bæ og sökum lélegs netsambands í óbyggðum Afganistans hafi hann ekki getað borið sögurnar til baka fyrr en nú. 

Að hans sögn er ekkert ósætti á meðal talíbana, þar séu allir vinir og bönd þeirra sterkari en fjölskylduböndin, bætir hann við.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.