Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 15. september 2021 19:48 Úr myndbandi sem tekið var rétt eftir að hraumstraumurinn fór að flæða. Skjáskot. Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Svo virðist sem að hrauntjörn skammt undan gígnum hafi brostið með þeim afleiðingum að gífurlegt magn af hrauni fór af stað. Mikill hiti fylgdi strauminum og þurftu björgunarsveitarmenn meðal annars frá að hverfa um tíma. Ingólfur Páll Matthíasson, leiðsögumaður, varð vitni að því þegar straumurinn fór af stað en sjá má myndband sem Ingólfur tók skömmu síðar á vettvangi hér í fréttinni. Ingólfur og félagar voru við gosstöðvarnar um klukkan hálf tíu í morgun. „Ég bjóst við að sjá einhverjar slettur yfir barmana á honum en svo brotnar þarna þak úr helli sem er orðinn stappafullur af kviku og flæðir út úr gígnum undir jarðskorpunni eins og gerist þegar svona dyngjugos eru í dágóðan tíma, “ sagði Ingólfur. Atburðarrásin gerðist hratt. „Það bara byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn upp úr þessum helli, alveg það mesta sem ég hef séð. Ég er búinn að koma hérna alveg tuttugu sinnum.“ Sigurður Bergmann varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var á vettvangi í dag og eins og sjá má í fréttinni hér að neðan lýsti hann því hvar hraunið kom niður í Nátthaga. Hann segir ljóst að hætta hafi verið á ferðum. „Klárlega var hætta þegar hraunið kom fram af leiðigörðunum. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa vegna hita og slæmra loftgæða,“ sagði Sigurður. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður var á vettvangi í dag og í beinni útsendingu lýsti hún því meðal annars hvað björgunarsveitir hafa verið að gera í dag við gosstöðvarnar, en meðal annars þurfti að bjarga tveimur ferðalöngum af Gónhóli, en þar voru þeir komnir í vandræði. Í kvöldfréttunum mátti einnig sjá, í beinni útsendingu, hvar ferðalangar voru að klöngrast upp á hrauninu, en margbúið er að vara við hættunum sem því getur fylgt. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Sjá meira
Svo virðist sem að hrauntjörn skammt undan gígnum hafi brostið með þeim afleiðingum að gífurlegt magn af hrauni fór af stað. Mikill hiti fylgdi strauminum og þurftu björgunarsveitarmenn meðal annars frá að hverfa um tíma. Ingólfur Páll Matthíasson, leiðsögumaður, varð vitni að því þegar straumurinn fór af stað en sjá má myndband sem Ingólfur tók skömmu síðar á vettvangi hér í fréttinni. Ingólfur og félagar voru við gosstöðvarnar um klukkan hálf tíu í morgun. „Ég bjóst við að sjá einhverjar slettur yfir barmana á honum en svo brotnar þarna þak úr helli sem er orðinn stappafullur af kviku og flæðir út úr gígnum undir jarðskorpunni eins og gerist þegar svona dyngjugos eru í dágóðan tíma, “ sagði Ingólfur. Atburðarrásin gerðist hratt. „Það bara byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn upp úr þessum helli, alveg það mesta sem ég hef séð. Ég er búinn að koma hérna alveg tuttugu sinnum.“ Sigurður Bergmann varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var á vettvangi í dag og eins og sjá má í fréttinni hér að neðan lýsti hann því hvar hraunið kom niður í Nátthaga. Hann segir ljóst að hætta hafi verið á ferðum. „Klárlega var hætta þegar hraunið kom fram af leiðigörðunum. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa vegna hita og slæmra loftgæða,“ sagði Sigurður. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður var á vettvangi í dag og í beinni útsendingu lýsti hún því meðal annars hvað björgunarsveitir hafa verið að gera í dag við gosstöðvarnar, en meðal annars þurfti að bjarga tveimur ferðalöngum af Gónhóli, en þar voru þeir komnir í vandræði. Í kvöldfréttunum mátti einnig sjá, í beinni útsendingu, hvar ferðalangar voru að klöngrast upp á hrauninu, en margbúið er að vara við hættunum sem því getur fylgt.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Sjá meira