Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 11:04 Úr Skálafirði á sunnudaginn. AP/Sea Shepherd Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru. Fjölmargir fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um veiðina og reiði dýraverndunarsinna. Þar á meðal eru BBC, Guardian og Washington Post. Færeyingar veiða fjölmarga höfrunga og smáhveli á ári hverju en að þessu sinni er talið að met hafi verið sett í fjölda veiddra dýra. Hingað til hafi metið verið um tólf hundruð dýr í einni veiði og var það sett árið 1940, samkvæmt sérfræðingi sem BBC ræddi við. Færeyingar segja veiðar smáhvela vera sjálfbærar og hluta af menningu þeirra. Að mestu eru veiddir grindhvalir en höfrungarnir sem veiddir voru á sunnudaginn eru af tegundinni leiftur. Ráðamenn í Færeyjum segja að ekki hafi staðið til að veiða svo marga höfrunga. Mistök hafi hins vegar verið gerð, samkvæmt Kringvarpinu og þau hafi ekki orðið ljós fyrr en höfrungarnir voru komnir í strand. Þrátt fyrir það voru engin lög brotin og veiðin var samþykkt af yfirvöldum. Dýraverndunarsamtökin Sea Sheperd hafa dreift myndefni af veiðunum á sunnudaginn á netinu, eins og samtökin hafa ítrekað gert á undanförnum árum. Klippa: Höfrungadráp í Færeyjum Sjá einnig: Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Sea Shepherd-samtökin, sem Paul Watson stofnaði, eru þekktust hér á landi fyrir að sökkva tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 og fyrir skemmdarverk á hvalstöðinni í Hvalfirði. Færeyingar eru meðvitaðir um reiðina. Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra, og Sjúrður Skaale, þingmaður jafnaðarmanna, ræddu málið í KFV í gærkvöldi. Sjúrður sagði veiðarnar koma niður á Færeyjum og orðspori Færeyinga en Jacob sagði mikilvægt að Færeyingar standi vörð um rétt sinn til veiðanna. BBC ræddi við blaðamann KFV sem segir Færeyinga hafa brugðist reiða við fréttum af veiðinni í Skálafirði. Fólki þyki allt of mörg dýr hafa verið drepin. Þá gerði miðillinn könnun þar sem rúmlegur helmingur svarenda sagðist andvígur veiðum sem þessum. Tæpur þriðjungur sagðist hlynntur þeim. Þá sýndi önnur könnun að mikill meirihluti Færeyinga vill halda grindhvalaveiðum áfram. Færeyjar Dýr Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Fjölmargir fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um veiðina og reiði dýraverndunarsinna. Þar á meðal eru BBC, Guardian og Washington Post. Færeyingar veiða fjölmarga höfrunga og smáhveli á ári hverju en að þessu sinni er talið að met hafi verið sett í fjölda veiddra dýra. Hingað til hafi metið verið um tólf hundruð dýr í einni veiði og var það sett árið 1940, samkvæmt sérfræðingi sem BBC ræddi við. Færeyingar segja veiðar smáhvela vera sjálfbærar og hluta af menningu þeirra. Að mestu eru veiddir grindhvalir en höfrungarnir sem veiddir voru á sunnudaginn eru af tegundinni leiftur. Ráðamenn í Færeyjum segja að ekki hafi staðið til að veiða svo marga höfrunga. Mistök hafi hins vegar verið gerð, samkvæmt Kringvarpinu og þau hafi ekki orðið ljós fyrr en höfrungarnir voru komnir í strand. Þrátt fyrir það voru engin lög brotin og veiðin var samþykkt af yfirvöldum. Dýraverndunarsamtökin Sea Sheperd hafa dreift myndefni af veiðunum á sunnudaginn á netinu, eins og samtökin hafa ítrekað gert á undanförnum árum. Klippa: Höfrungadráp í Færeyjum Sjá einnig: Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Sea Shepherd-samtökin, sem Paul Watson stofnaði, eru þekktust hér á landi fyrir að sökkva tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 og fyrir skemmdarverk á hvalstöðinni í Hvalfirði. Færeyingar eru meðvitaðir um reiðina. Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra, og Sjúrður Skaale, þingmaður jafnaðarmanna, ræddu málið í KFV í gærkvöldi. Sjúrður sagði veiðarnar koma niður á Færeyjum og orðspori Færeyinga en Jacob sagði mikilvægt að Færeyingar standi vörð um rétt sinn til veiðanna. BBC ræddi við blaðamann KFV sem segir Færeyinga hafa brugðist reiða við fréttum af veiðinni í Skálafirði. Fólki þyki allt of mörg dýr hafa verið drepin. Þá gerði miðillinn könnun þar sem rúmlegur helmingur svarenda sagðist andvígur veiðum sem þessum. Tæpur þriðjungur sagðist hlynntur þeim. Þá sýndi önnur könnun að mikill meirihluti Færeyinga vill halda grindhvalaveiðum áfram.
Færeyjar Dýr Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira