Erlent

Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hart er deilt um frumvarpið á Nýja-Sjálandi en kannanir sýna mikinn stuðning meðal þjóðarinnar.
Hart er deilt um frumvarpið á Nýja-Sjálandi en kannanir sýna mikinn stuðning meðal þjóðarinnar. epa

Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu.

Fleiri en 100 þúsund umsagnir hafa borist um frumvarpið, meira en helmingi fleiri en bárust um afar umdeilt frumvarp um dánaraðstoð. Alls bárust um 40 þúsund umsagnir um það frumvarp.

Umrætt frumvarp um bann við bælingarmeðferðum gerir það refsivert að freista þess að breyta kynhneigð eða kynvitund annarra. Það verður ólöglegt að framkvæma nokkuð sem talist getur til bælingarmeðferðar á einstaklingum undir 18 ára og þá verður refsivert að framkvæmda skaðlega meðferð á öllum, óháð aldri. Mun það varða allt að fimm ára fangelsi.

Enn á eftir að fara yfir umsagnirnar en stuðningsmenn frumvarpsins eru vongóðir, enda voru 72 prósent Nýsjálendinga fylgjandi banninu samkvæmt nýlegri könnun en aðeins 14 prósent á móti.

Simon Bridges, talsmaður Þjóðarflokksins, segir hins vegar allar líkur á að flestar umsagnirnar séu gagnrýnar á frumvarpið og að það þarfnist meiri umræðu. Þjóðarflokkurinn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu í fyrstu atkvæðagreiðslu og segist alls ekki munu styðja það nema foreldrar verði undanskyldir ábyrgð. Frumvarpið ætti engu að síður að ná í gegn án stuðnings flokksins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.