Erlent

Grínistinn Norm MacDonald látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Norm MacDonald var 61 árs þegar hann lést.
Norm MacDonald var 61 árs þegar hann lést. Tim Mosenfelder/Getty Images)

Kanadíski grínistinn Norm MacDonald er látinn eftir níu ára glímu við krabbamein. McDonald var 61 árs gamall. Hann er helst þekktur fyrir árin sem hann var hluti af leikaraliði Saturday Night Live, auk þess sem hann var mikilsvirtur uppistandari.

Deadline greinir frá og hefur eftir tilkynningu frá umboðsskrifstofu McDonald. Þar kemur fram að hann hafi undanfarin níu ár glímt við krabbamein. Hafði hann aldrei greint opinberlega frá því að hann væri með krabbamein.

MacDonald var hluti af leikaraliði grínþáttarins Saturday Night Live á árunum 1993-1998 þar sem hann tók meðal annars að sér hlutverk þáttastjórnanda í Weekend Update lið þáttarins, auk þess sem að eftirherma hans af leikaranum Burt Reynolds vakti mikla athygli.

MacDonald hóf ferilinn í Kanada áður en hann færði sig yfir til Bandaríkjanna. Eftir árin í SNL lék hann stuttlega í eigin gamanþætti, The Norm McDonald Show, sem entist reyndar ekki lengi. 

Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa leikið aukahlutverk í fjölmörgum kvikmyndum, þar á meðal Billy Madison, Dr. Dolittle, Grown Ups og Jack and Jill, svo dæmi séu tekin. Þá lék hann aðalhlutverkið í myndinni Dirty Work.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.