Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2021 14:18 Um er að ræða níu aspir í beit á Austurveginum, næst gangbrautunum við Krónuna og svo Kaffi Krús. Vísir/Magnús Hlynur Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, segir í samtali við Vísi að sveitarstjórn hafi fengið bréf frá lögreglu í sumar sem tekið var fyrir á fundi umhverfisnefndar í júní. Þar var lýst yfir áhyggjum af veru aspanna í kringum gangbrautir á Austurveginum og segir meðal annars að aspirnar skerði vegsýn fyrir ökumenn stórra ökutækja. Mjög alvarleg hætta Bæjarstjórinn segir að umhverfisnefnd bæjarins hafi tekið undir þær áhyggjur. „Síðan fórum ég og sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs á stöðufund með Vegagerðinni á Suðurlandi fyrir um þremur vikum og þar gerðu þeir þessa sömu athugasemd. Þeir töldu þetta vera mjög alvarleg hætta sem stafaði af þessu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þetta byrgir svo sýn á gangbrautirnar. Við ákváðum á þeim fundi – ég og sviðsstjóri – að þær yrðu að fara. Það er ekkert annað í stöðunni en að fella þær úr því að það þarf. Þá viljum við ekki draga það neitt frekar.“ Skiptar skoðanir og fólki bregður Gísli Halldór segir að ekki eigi að fella allar aspirnar á Austurveginum. „Þetta eru níu aspir í beit, næst gangbrautunum við Krónuna og svo Kaffi Krús.“ Hann segist hafa orðið var við einhverja óánægju með ákvörðunina en að um sé að ræða nauðsynlega framkvæmd til að tryggja umferðaröryggi. „Fólki bregður aðallega. Það áttu ekki allir von á þessu og það er eðlilegt að fólki bregði þegar verður svona breyting. Það er auðvitað tignarlegt að sjá þessar aspir þarna. En við bendum við fólki náttúrulega á það að á næstu árum munum við taka við Austurveginum af Vegagerðinni, þegar ný Ölfusárbrú kemur. Hann mun þá taka miklum breytingum og verður fegurðin höfð í fyrirrúmi og vafalaust mun trjágróður leika þar hlutverk. Þetta verður klárlega fallegasta verslunar- og þjónustustræti landsins.“ Austurveginum verður lokað um klukkan 20:30 í kvöld vegna niðurfellinganna og umferð beint um hjáleið. Árborg Umferðaröryggi Samgöngur Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, segir í samtali við Vísi að sveitarstjórn hafi fengið bréf frá lögreglu í sumar sem tekið var fyrir á fundi umhverfisnefndar í júní. Þar var lýst yfir áhyggjum af veru aspanna í kringum gangbrautir á Austurveginum og segir meðal annars að aspirnar skerði vegsýn fyrir ökumenn stórra ökutækja. Mjög alvarleg hætta Bæjarstjórinn segir að umhverfisnefnd bæjarins hafi tekið undir þær áhyggjur. „Síðan fórum ég og sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs á stöðufund með Vegagerðinni á Suðurlandi fyrir um þremur vikum og þar gerðu þeir þessa sömu athugasemd. Þeir töldu þetta vera mjög alvarleg hætta sem stafaði af þessu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þetta byrgir svo sýn á gangbrautirnar. Við ákváðum á þeim fundi – ég og sviðsstjóri – að þær yrðu að fara. Það er ekkert annað í stöðunni en að fella þær úr því að það þarf. Þá viljum við ekki draga það neitt frekar.“ Skiptar skoðanir og fólki bregður Gísli Halldór segir að ekki eigi að fella allar aspirnar á Austurveginum. „Þetta eru níu aspir í beit, næst gangbrautunum við Krónuna og svo Kaffi Krús.“ Hann segist hafa orðið var við einhverja óánægju með ákvörðunina en að um sé að ræða nauðsynlega framkvæmd til að tryggja umferðaröryggi. „Fólki bregður aðallega. Það áttu ekki allir von á þessu og það er eðlilegt að fólki bregði þegar verður svona breyting. Það er auðvitað tignarlegt að sjá þessar aspir þarna. En við bendum við fólki náttúrulega á það að á næstu árum munum við taka við Austurveginum af Vegagerðinni, þegar ný Ölfusárbrú kemur. Hann mun þá taka miklum breytingum og verður fegurðin höfð í fyrirrúmi og vafalaust mun trjágróður leika þar hlutverk. Þetta verður klárlega fallegasta verslunar- og þjónustustræti landsins.“ Austurveginum verður lokað um klukkan 20:30 í kvöld vegna niðurfellinganna og umferð beint um hjáleið.
Árborg Umferðaröryggi Samgöngur Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira