Lífið

Hve­nær ársins er best að fella aspir?

Atli Ísleifsson skrifar
Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu þá nýlaufguð.
Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu þá nýlaufguð. Getty

Út frá plöntulífeðlisfræðinni þá er langbest að fella aspir á vorin, þegar þær eru nýlaufgaðar.

Þetta segir garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, aðspurð um hvenær ársins sé best að fella tré, líkt og aspir.

Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu nýlaufguð.

„Þá hefur plantan notað allan forðann sem hún safnaði í rótarkerfið yfir veturinn og hún notar þennan forða til að koma út laufblöðunum. Um leið og laufblöðin eru fullútsprungin þá byrjar hún að vinna í að stækka og safna forða fyrir næsta ár. Þannig að á þessum tímapunkti þá hefur plantan lítinn forða í rótunum og því kemur minna af rótarskotum.“

Þarf að hafa ólíka hluti í huga

Gurrý segir að þó vilji það að sjálfsögðu gerast að menn hafi ekki tíma til að gera þetta á vorin – þetta verði að gerast strax. Ekki sé í raun neinn rangur tími til að fella trén og einungis þurfi að hafa ólíka hluti í huga eftir því hvenær það sé gert.

„Garðyrkjumenn vilja til dæmis margir frekar gera þetta að vetrarlagi, þegar tréð er ólaufgað. Það sé auðveldara. Þá er minna af vatni í trénu og auðveldara að fást við það heldur en á vorin, þegar það er allt fullt af vatni, nýlaufgað.“

Getty

Gurrý segir þó að ef sú leið sé farin – það er tréð fellt að vetrarlagi – þá verði líka að vera vakandi yfir sumartímann og fylgjast vel með rótarskotunum. 

„Um leið og þau koma upp þá þarf að fjarlægja þau þannig að þau hafi ekki tækifæri til að safna forða í rótarkerfinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×