Stefna á tímamótageimskot á miðvikudagskvöldið Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 14:46 Geimfararnir fjórir munu verja þremur dögum á braut um jörðina og er Netflix að gera ferð þeirra skil í sjónvarpsþáttum. Frá vinstri: Chris Sembroski, Jared Isaacman, Hayley Arceneaux og Sian proctor. Inspiriation4 SpaceX stefnir að því að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu á miðvikudagskvöld. Búið er að koma Falcon 9 eldflaug og Crew Dragon geimfari fyrir á skotpalli og virðist allt tilbúið fyrir geimskotið, sem er það fyrsta sinnar tegundar. Það er að segja, þetta verður í fyrsta sinn sem geimferð er farin af eingöngu almennum borgurum. Þá fylgja tökumenn frá Netflix geimförunum verðandi um hvert fótmál. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Með Isaacman fara þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um fjögur hundruð kílómetra hæð en þessi hópur mun fara hærra en það. Sendirförin ber titilinn Inspiration4. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast seint á miðvikudagskvöld eða á miðnætti hér á Íslandi. Hann verður opinn í fimm klukkustundir. Í morgun var kveikt á hreyflum eldflaugarinnar sem bera á geimfarana á sporbraut. Sú tilraun heppnaðist vel í Kennedy Geimmiðstöðinni í Flórída. Static fire test of Falcon 9 complete targeting Wednesday, September 15 for launch of Dragon s first all-civilian human spaceflight. The 5-hour launch window opens at 8:02 p.m. EDT— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Það tiltekna geimfar sem hópurinn mun ferðast með var notað til að ferja hóp geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í fyrra. Farið, sem ber heitið Resilience, var í geimnum í hálft ár og var lent aftur á jörðinni í apríl. Crew Dragon geimförin eru talin háþróuð og eru að miklu leyti sjálfvirk. Space.com segir að fjórmenningarnir hafi varið undanförnum sex mánuðum í að æfa sig og undirbúa fyrir geimskotið. Þau hafi meðal annars þurft að læra á geimfarið og styrkja sig líkamlega. SpaceX completed a full rehearsal of launch day activities with the @Inspiration4x crew pic.twitter.com/ZxvKCNbMA0— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Isaacman er ekki fyrsti auðjöfurinn til að setja stefnuna út í geim á þessu ári. Fyrir hafa bæði Jeff Bezos og Richard Branson farið út í geim, þó um það megi deila, á geimförum sem hönnuð eru af fyrirtækjum í þeirra eigu. Þessi ferð er þó töluvert umfangsmeiri en ferðir Bezos og Branson. Isaacman vill ekki viðurkenna það að hann sé enn ein hégómafullur auðjöfur sem vilji leika sér í geimnum. Í fyrsta Netflix-þættinum um geimferðina sagði hann að þau gætu látið margt gott af sér leiða. Á hann þar sérstaklega við fjáröflunina fyrir St. Jude en hann hefur sjálfur heitið hundrað milljónum dala til sjúkrahússins. SpaceX Geimurinn Netflix Tengdar fréttir SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Það er að segja, þetta verður í fyrsta sinn sem geimferð er farin af eingöngu almennum borgurum. Þá fylgja tökumenn frá Netflix geimförunum verðandi um hvert fótmál. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Með Isaacman fara þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um fjögur hundruð kílómetra hæð en þessi hópur mun fara hærra en það. Sendirförin ber titilinn Inspiration4. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast seint á miðvikudagskvöld eða á miðnætti hér á Íslandi. Hann verður opinn í fimm klukkustundir. Í morgun var kveikt á hreyflum eldflaugarinnar sem bera á geimfarana á sporbraut. Sú tilraun heppnaðist vel í Kennedy Geimmiðstöðinni í Flórída. Static fire test of Falcon 9 complete targeting Wednesday, September 15 for launch of Dragon s first all-civilian human spaceflight. The 5-hour launch window opens at 8:02 p.m. EDT— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Það tiltekna geimfar sem hópurinn mun ferðast með var notað til að ferja hóp geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í fyrra. Farið, sem ber heitið Resilience, var í geimnum í hálft ár og var lent aftur á jörðinni í apríl. Crew Dragon geimförin eru talin háþróuð og eru að miklu leyti sjálfvirk. Space.com segir að fjórmenningarnir hafi varið undanförnum sex mánuðum í að æfa sig og undirbúa fyrir geimskotið. Þau hafi meðal annars þurft að læra á geimfarið og styrkja sig líkamlega. SpaceX completed a full rehearsal of launch day activities with the @Inspiration4x crew pic.twitter.com/ZxvKCNbMA0— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Isaacman er ekki fyrsti auðjöfurinn til að setja stefnuna út í geim á þessu ári. Fyrir hafa bæði Jeff Bezos og Richard Branson farið út í geim, þó um það megi deila, á geimförum sem hönnuð eru af fyrirtækjum í þeirra eigu. Þessi ferð er þó töluvert umfangsmeiri en ferðir Bezos og Branson. Isaacman vill ekki viðurkenna það að hann sé enn ein hégómafullur auðjöfur sem vilji leika sér í geimnum. Í fyrsta Netflix-þættinum um geimferðina sagði hann að þau gætu látið margt gott af sér leiða. Á hann þar sérstaklega við fjáröflunina fyrir St. Jude en hann hefur sjálfur heitið hundrað milljónum dala til sjúkrahússins.
SpaceX Geimurinn Netflix Tengdar fréttir SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30