Jason lagði upp tvö síðustu mörk Blika í leiknum og skapaði hvað eftir annað vandræði fyrir varnarmenn Valsliðsins.
Jason var sá leikmaður í þessum leik sem var langmest á sprettinum en alls var hann á sprettinum í meira en 1,6 kílómetra.
Jason var á sprettinum í næstum því þrjú hundruð fleiri metra en næsti maður sem var Tryggvi Hrafn Haraldsson hjá Val.
Næstur á eftir Jason hjá Blikum í sprettmetrum var fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson og það er því óhætt að segja að þeir tveir hafi herjað á Valsmenn á hægri vængnum en Höskuldur spilar í hægri bakverðinum en Jason á hægri vængnum.
Sá sem hljóp hins vegar mest á vellinum var Blikinn Viktor Karl Einarsson sem skilaði 12,57 kílómetrum í þessum leik. Kristinn Steindórsson kom næstur með 12,13 kílómetra og Jason Daði varð síðan þriðji hjá Breiðabliki en á eftir Valdsmönnunum Tryggva Hrafni Haraldssyni og Hauki Pál Sigurðssyni.
Smartsport.is hefur birt upplýsingar um efstu menn hjá báðum liðum og má sjá þær hér fyrir neðan.
Flestir hlaupnir kílómetrar í leik Breiðabliks og Vals 11. september 2021:
- Breiðablik:
- Viktor Karl Einarsson: 12,57 kílómetrar
- Kristinn Steindórsson: 12,13 kílómetrar
- Jason Daði Svanþórsson: 11,73 kílómetrar
- Valur:
- Tryggvi Hrafn Haraldsson: 11,92 kílómetrar
- Haukur Páll Sigurðsson: 11,82 kílómetrar
- Johannes Vall: 11,67 kílómetrar
- -
Flestir sprettmetrar í leik Breiðabliks og Vals 11. september 2021:
- Breiðablik:
- Jason Daði Svanþórsson: 1.625 metrar
- Höskuldur Gunnlaugsson: 1.299 metrar
- Viktor Karl Einarsson: 1.254 metrar
- Valur:
- Tryggvi Hrafn Haraldsson: 1.367 metrar
- Johannes Vall: 1.255 metrar
- Guðmundur Andri Tryggvason (68 mínútur spilaðar): 1.078 metrar