Erlent

Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla og björgunaraðilar á vettvangi slyssins í maí.
Lögregla og björgunaraðilar á vettvangi slyssins í maí. epa/Alessandro Di Marco

Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum.

Foreldrar Eitan Biran, yngri bróðir og langafi og langamma voru meðal þeirra fjórtán sem létust í slysinu en drengurinn, sem er sex ára, hefur dvalið hjá föðursystur sinni á Ítalíu frá því að hann var útskrifaður af spítala.

Einstaklingar úr móðurfjölskyldu Eitan fóru hins vegar fram á að fá forræði yfir drengnum.

Samkvæmt BBC hafði fjölskylda drengsins verið búsett á Ítalíu í nokkur ár áður en slysið átti sér stað og í júní síðastliðnum fékk föðursystir hans, Aya Biran-Nirko, forræði yfir honum.

Á laugardaginn fór Eitan hins vegar út með afa sínum í móðurætt, sem hafði flutt til Ítalíu eftir slysið og fengið heimsóknarrétt. Hann flaug dregnum úr landi á einkaþotu og ísraelskir embættismenn hafa staðfest að Eitan sé nú þar í landi.

Móðursystir drengsins, Gali Peleg, sótti um forræði í ágúst og hélt því fram að drengnum væri haldið á Ítalíu gegn vilja hans. „Við rændum ekki Eitan... við sóttum hann og fluttum heim,“ sagði Peleg í samtali við ísraelska útvarpsstöð í gær.

Hélt hún því fram að foreldrar drengsins hefðu ætlað að flytja heim til Ísrael þegar slysið varð.

Rannsókn á slysinu stendur enn yfir en talið er að neyðarhemlar kláfsins hafi verið gerðir óvirkir viljandi, þar sem þeir höfðu bilað.


Tengdar fréttir

Minnst átta dánir í kláf­ferju­slysi á Ítalíu

Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.