Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2021 17:52 Frá göngum háskólans í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Konum verður gert að hylja sig innan veggja háskólanna á grundvelli nýju reglnanna. AP Photo/Felipe Dana Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vitnar í Abdul Baqi Haqqani, menntamálaráðherra Talibana, sem ráða nú ríkjum í Afganistan. Í valdatíð þeirra á árunum 1996 til 2001 var konum með öllu bannað að ganga í háskóla. Haqqani sagði þá að til stæði að endurskoða hvaða fög eru kennd í afgönskum háskólum. Í síðasta mánuði tóku Talibanar völdin í Afganistan eftir mikla sókn, sem stóð yfir samhliða því að Bandaríkjaher dró úr umsvifum sínum í landinu. Bandaríkin réðust inn í Afganistan árið 2001 en hafa nú dregið sig þaðan út, 20 árum síðar. Nýju reglurnar kveða þá á um að konum í háskólum verði gert að klæðast andlitsslæðum. Stúdentum í Afganistan var fyrir valdatöku Talibana í sjálfsvald sett hvernig þeir voru til fara í skólanum og karlar og konur máttu mennta sig á sömu stofnununum. Tjöld og tækni BBC hefur eftir Haqqani að það verði engum vandkvæðum bundið að fá Afgani til þess að hlíta reglunum. „Það er ekki vandamál að binda endi á þetta blandaða menntafyrirkomulag. Þetta fólk er múslimar og mun samþykkja þetta,“ sagði hann. Með breytingunni verður fyrirkomulagið á þann veg að kennarar eiga almennt að vera af sama kyni og nemendurnir sem þeir kenna. Borið hefur á áhyggjum af því að fyrirkomulagið myndi í reynd útiloka konur frá því að sækja sér háskólamenntun í landinu, sökum skorts á kvenkyns kennurum. Haqqani er þessu ósammála og segir aðrar lausnir í sjónmáli. „Þetta fer allt eftir afkastagetu háskólans. Við getum líka látið karlkyns kennara kenna fyrir aftan tjald, eða stuðst við tækni.“ Afganistan Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vitnar í Abdul Baqi Haqqani, menntamálaráðherra Talibana, sem ráða nú ríkjum í Afganistan. Í valdatíð þeirra á árunum 1996 til 2001 var konum með öllu bannað að ganga í háskóla. Haqqani sagði þá að til stæði að endurskoða hvaða fög eru kennd í afgönskum háskólum. Í síðasta mánuði tóku Talibanar völdin í Afganistan eftir mikla sókn, sem stóð yfir samhliða því að Bandaríkjaher dró úr umsvifum sínum í landinu. Bandaríkin réðust inn í Afganistan árið 2001 en hafa nú dregið sig þaðan út, 20 árum síðar. Nýju reglurnar kveða þá á um að konum í háskólum verði gert að klæðast andlitsslæðum. Stúdentum í Afganistan var fyrir valdatöku Talibana í sjálfsvald sett hvernig þeir voru til fara í skólanum og karlar og konur máttu mennta sig á sömu stofnununum. Tjöld og tækni BBC hefur eftir Haqqani að það verði engum vandkvæðum bundið að fá Afgani til þess að hlíta reglunum. „Það er ekki vandamál að binda endi á þetta blandaða menntafyrirkomulag. Þetta fólk er múslimar og mun samþykkja þetta,“ sagði hann. Með breytingunni verður fyrirkomulagið á þann veg að kennarar eiga almennt að vera af sama kyni og nemendurnir sem þeir kenna. Borið hefur á áhyggjum af því að fyrirkomulagið myndi í reynd útiloka konur frá því að sækja sér háskólamenntun í landinu, sökum skorts á kvenkyns kennurum. Haqqani er þessu ósammála og segir aðrar lausnir í sjónmáli. „Þetta fer allt eftir afkastagetu háskólans. Við getum líka látið karlkyns kennara kenna fyrir aftan tjald, eða stuðst við tækni.“
Afganistan Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira